Nýtt verk eftir Maríu Reyndal, Með guð í vasanum, var frumsýnt á föstudaginn var í Borgarleikhúsinu. Setið var í hverju einasta sæti á frumsýningunni og á tímabili heyrðist þegar tárin láku niður kinnar gestanna. Þess á milli var hlegið dátt enda stykkið kómískt á sama tíma og sorgin nístir inn að hjartarótum.
Nýtt verk eftir Maríu Reyndal, Með guð í vasanum, var frumsýnt á föstudaginn var í Borgarleikhúsinu. Setið var í hverju einasta sæti á frumsýningunni og á tímabili heyrðist þegar tárin láku niður kinnar gestanna. Þess á milli var hlegið dátt enda stykkið kómískt á sama tíma og sorgin nístir inn að hjartarótum.
Nýtt verk eftir Maríu Reyndal, Með guð í vasanum, var frumsýnt á föstudaginn var í Borgarleikhúsinu. Setið var í hverju einasta sæti á frumsýningunni og á tímabili heyrðist þegar tárin láku niður kinnar gestanna. Þess á milli var hlegið dátt enda stykkið kómískt á sama tíma og sorgin nístir inn að hjartarótum.
Verkið fjallar um Ástu sem upplifir sig í blóma lífsins þrátt fyrir erfið veikindi. Hún upplifir mikla stjórnsemi þegar kemur að dóttur sinni og finnst hún vera að ráðskast með sig. Þegar Ásta veikist meira verður afneitunin sterkari og þá er gott að geta trúað á eitthvað gott eins og Guð.
María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár.
Í sýningunni fer Katla Margrét Þorgeirsdóttir á kostum í hlutverki Ástu. Þrátt fyrir að Katla Margrét sé rétt um fimmtugt fær áhorfandinn á tilfinninguna að hún sé í kringum 90 ára. Hún leikur á móti hinni tæplega níræðu Kristbjörgu Kjeld. Sólveig Arnarsdóttir fer með hlutverk dótturinnar sem er ekki bara að kjást við eigin skilnað heldur með móður sína á bakinu sem skilur ekkert í því hvert lífið er að leiða hana.