Rússar vilja komast aftur í mannréttindaráð SÞ

Úkraína | 26. september 2023

Rússar vilja komast aftur í mannréttindaráð SÞ

Rússar ætla að óska eftir inngöngu í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á nýjan leik í kosningum sem fara fram 10. október.

Rússar vilja komast aftur í mannréttindaráð SÞ

Úkraína | 26. september 2023

Lögreglumaður innan um rústir á iðnaðarsvæði í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, …
Lögreglumaður innan um rústir á iðnaðarsvæði í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í síðustu viku eftir flugskeytaárás Rússa. AFP/Sergei Supinsky

Rússar ætla að óska eftir inngöngu í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á nýjan leik í kosningum sem fara fram 10. október.

Rússar ætla að óska eftir inngöngu í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á nýjan leik í kosningum sem fara fram 10. október.

Rússar voru reknir úr ráðinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu en vilja núna komast aftur þangað inn þegar kosið verður til næstu þriggja ára.

Breska ríkisútvarpið hefur gögn undir höndum sem sýna fram á þetta.

Í skjali sem Rússar hafa sent aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að þeir lofi að finna „viðunandi lausn á mannréttindamálum” og að þeir vilji koma í veg fyrir að mannréttindaráðið verði „verkfæri sem þjónar pólitískum vilja eins hóps ríkja”. Talið er að þar sé átt við Vesturlönd.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Ljósmynd/Aðsend

Erindrekar segja að Rússar vilji með þessu öðlast aukinn trúverðugleika á alþjóðlega vísu eftir að hafa verið sakaðir um mannréttindabrot í Úkraínu og innan eigin landamæra.

Að sögn BBC voru síðast lögð fyrir ráðið sönnunargögn um mannréttindabrot Rússa á mánudaginn í skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar.

Erik Mose, formaður nefndarinnar, sagði að í skýrslunni væru enn fleiri sönnunargögn um stríðsglæpi Rússa, þar á meðal pyntingar, nauðganir og árásir á almenna borgara.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Mikhail Metzel

Mannréttindaráð SÞ er staðsett í Genf í Sviss og eru aðildarríkin 47 talsins. Hvert þeirra er kosið til þriggja ára í senn. Í næstu kosningum í október munu Rússar etja kappi við Albaníu og Búlgaríu um tvö laus sæti ráðsins sem eru tekin frá fyrir þjóðir frá Mið- og Austur-Evrópu.

mbl.is