Við Tryggvagötu í Reykjavík er að finna glæsilega 119 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2017. Frá eigninni er glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla og tvennar rúmgóðar þaksvalir. Ásett verð er 175 milljónir.
Við Tryggvagötu í Reykjavík er að finna glæsilega 119 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2017. Frá eigninni er glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla og tvennar rúmgóðar þaksvalir. Ásett verð er 175 milljónir.
Við Tryggvagötu í Reykjavík er að finna glæsilega 119 fm þakíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2017. Frá eigninni er glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla og tvennar rúmgóðar þaksvalir. Ásett verð er 175 milljónir.
Formfagur bleikur sófi og skemill fanga augað strax í stofunni og gefa rýminu mikinn sjarma. Bleiki liturinn tónar fallega við hráa áferð á veggnum. Hið klassíska PH5 hönnunarljós setur svo skemmtilegan svip á rýmið, en sama ljós er einnig í borðstofunni.
Stórir gólfsíðir gluggar á tvo vegu hleypa mikilli birtu inn í alrýmið sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Gluggarnir gefa íbúðinni sjarmerandi yfirbragð og leyfa fallegu útsýni að njóta sín til fulls.
Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, þar af er hjónaherbergi með fataherbergi og sér baðherbergi. Stórir gluggar til norðurs veita glæsilegt útsýni frá hjónaherberginu.
Mikill lúxusbragur er yfir húsinu öllu. Gengið er inn í glæsilega sameign á fyrstu hæð með marmara á gólfum og sjónsteypuveggjum með kristöllum. Þá prýða speglalistaverk eftir Leif Breiðfjörð rýmið og setja punktinn yfir i-ið.