Jón Gnarr rithöfundur, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur sótt um leyfi þess efnis að fá að byggja yfir svalir á heimili sínu og eiginkonu sinnar, Jógu Gnarr, við Marargötu í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt.
Jón Gnarr rithöfundur, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur sótt um leyfi þess efnis að fá að byggja yfir svalir á heimili sínu og eiginkonu sinnar, Jógu Gnarr, við Marargötu í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt.
Jón Gnarr rithöfundur, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur sótt um leyfi þess efnis að fá að byggja yfir svalir á heimili sínu og eiginkonu sinnar, Jógu Gnarr, við Marargötu í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt.
Þetta kemur fram á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa sem haldinn var 21. september.
„Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Gnarr, dags. 5. júlí 2023, um að loka svölum hússins, á lóð nr. 4 við Marargötu, sem snúa í vestur þannig að úr verði sólstofa með opnanlegum gluggum,“ segir í fundargerð.
Í umsókninni kemur fram að óskað sé eftir því að byggja yfir svalirnar vegna leka frá þeim inn í íbúðina fyrir neðan í miklum vatnsveðrum. Viðgerðir á svalagólfi hafa ekki borið árangur sem erfiði.
Húsið sem Jón Gnarr og fjölskylda búa var byggt 1929 og glæsilegt í alla staði og verður án efa ennþá betra eftir að svalirnar verða yfirbyggðar.