Kutcher og Kunis leigja út húsið á Airbnb

Gisting | 27. september 2023

Kutcher og Kunis leigja út húsið á Airbnb

Leikarahjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis feta í fótspor margra stórstjarna í Hollywood og hafa sett sumarhús sitt við sjávarsíðuna í Santa Barbara í Kaliforníu inn á bókunarvef Airbnb.

Kutcher og Kunis leigja út húsið á Airbnb

Gisting | 27. september 2023

Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa sett sjarmerandi hús sitt …
Ashton Kutcher og Mila Kunis hafa sett sjarmerandi hús sitt í Santa Barbara á bókunarvef Airbnb. Samsett mynd

Leikarahjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis feta í fótspor margra stórstjarna í Hollywood og hafa sett sumarhús sitt við sjávarsíðuna í Santa Barbara í Kaliforníu inn á bókunarvef Airbnb.

Leikarahjónin Ashton Kutcher og Mila Kunis feta í fótspor margra stórstjarna í Hollywood og hafa sett sumarhús sitt við sjávarsíðuna í Santa Barbara í Kaliforníu inn á bókunarvef Airbnb.

Gestir þurfa aðeins að taka nokkur skref frá húsinu niður að hvítri ströndinni og tærum sjónum, en þaðan er einnig glæsilegt útsýni yfir Santa Ynez-fjöllin. 

„Strandhúsið okkar er heimili okkar að heiman, sérstaklega þegar okkur vantar smá R&R (þið sem eruð foreldrar vitið hvað við erum að tala um),“ skrifa Kutcher og Kunis um húsið, en R&R stendur fyrir „rest and relaxation“ eða „hvíld og slökun.“

Að innan flæðir hvít og blá litapalletta í gegnum húsið sem er bjart og létt yfir. Það státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en allt að fjórir gestir geta gist í húsinu hverju sinni. Glæsileg og rúmgóð verönd er fyrir aftan húsið með heitum potti, grillaðstöðu og sólstólum.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is