Þessa vikuna státar óskalistinn af hinum ýmsu vörum sem geta fylgt okkur frá haustinu og yfir í veturinn, allt frá hlýjum kápum og treflum yfir í skotheldar snyrtivörur og hluti sem fegra heimilið.
Þessa vikuna státar óskalistinn af hinum ýmsu vörum sem geta fylgt okkur frá haustinu og yfir í veturinn, allt frá hlýjum kápum og treflum yfir í skotheldar snyrtivörur og hluti sem fegra heimilið.
Þessa vikuna státar óskalistinn af hinum ýmsu vörum sem geta fylgt okkur frá haustinu og yfir í veturinn, allt frá hlýjum kápum og treflum yfir í skotheldar snyrtivörur og hluti sem fegra heimilið.
Smartland tók saman lista yfir 10 hluti sem koma sér vel þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir styttast.
Það er erfitt að toppa þessa fallegu kápu frá Stand Studio. Hún er í senn stílhrein og með mikinn karakter sem gerir hana að hinni fullkomnu kápu fyrir haustið og veturinn.
Á þessum árstíma dimmir hratt og því er nauðsynlegt að eiga falleg ljós og lampa á heimilinu til að lýsa upp skammdegið. Þessi lampi gefur notalega og mjúka birtu og er afar fallegur.
Þetta fallega naglalakk er hluti af haust- og vetrarlínu Chanel 2023, en það er óhætt að segja að liturinn sé hinn fullkomni haustlitur sem allir eru að leita að um þessar mundir. Það besta er svo hve vel liturinn hentar yfir hátíðarnar í vetur og ætti því að nýtast ansi vel!
Á haustin taka stígvél og kuldaskór mesta plássið í fataskápnum. Hins vegar er ómissandi að eiga klassíska hvíta strigaskó yfir haustið og veturinn, en þessir skór frá Veja eru með botni í grófari kantinum og henta því vel fyrir kaldari daga framundan.
Haustið er fullkominn tími til að gera svefnherbergið meira kósí. Þá skiptir máli að vanda valið og passa að hafa notalegt andrúmsloft sem styður við góðan svefn, en þetta rúmteppi setur án efa punktinn yfir i-ið í svefnherberginu.
Að undanförnu hafa grófir leður- og pleðurjakkar í víðu sniði verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum, en þessi jakki er hrikalega töff og fellur vel inn í lúkkið.
Tékkneska ilmvatnshúsið Pigmentarium gaf á dögunum út nýjan ilm, Oratorio, sem vekur sannarlega eftirtekt enda sjarmerandi ilmur sem hentar sérstaklega vel fyrir haustið.
Yfir haust- og vetrartímann er gaman að leika sér með litalgeði í fylgihlutum eins og treflum, vettlingum og húfum. Þessi fallegi trefill er ómissandi fyrir veturinn, en hann veitir hlýju og mýkt um leið og hann poppar upp lúkkið.
Á dimmum dögum er stundum bara best að velja þægindi fram yfir allt annað. Það þarf þó ekki að fórna tískunni fyrir þægindin með þessum buxum enda eru þær fallegar, léttar og með sérlega fallegri áferð.
Það er eitthvað alveg einstakt við það að kveikja á kertum í haustlægðinni, og ekki skemmir fyrir ef kertin lykta vel.