„Það er verið að ræna ótrúlega marga hérna“

Spánn | 13. maí 2024

„Það er verið að ræna ótrúlega marga hérna“

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og unnusti hennar, Guðmundur Birkir Pálsson kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, eru stödd í Barselóna á Spáni um þessar mundir. Á dögunum lentu þau í óhugnanlegu atviki í borginni. 

„Það er verið að ræna ótrúlega marga hérna“

Spánn | 13. maí 2024

Lína Birgitta og Gummi kíró lentu í óhugnanlegu atviki í …
Lína Birgitta og Gummi kíró lentu í óhugnanlegu atviki í Barselóna! Samsett mynd

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og unnusti hennar, Guðmundur Birkir Pálsson kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, eru stödd í Barselóna á Spáni um þessar mundir. Á dögunum lentu þau í óhugnanlegu atviki í borginni. 

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og unnusti hennar, Guðmundur Birkir Pálsson kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, eru stödd í Barselóna á Spáni um þessar mundir. Á dögunum lentu þau í óhugnanlegu atviki í borginni. 

Lína Birgitta og Gummi sögðu frá atvikinu á TikTok, en það átti sér stað um kvöld í Born-hverfinu í Barselóna. „Ókei núna er sögustund. Ég er smá „traumatised“ akkúrat núna en samt hetja ... þú bjóst ekki við þessu af manneskju eins og mér,“ segir Lína Birgitta í upphafi myndbandsins.

Parið hafði verið úti að borða og átt notalegt kvöld saman, en þau ákváðu að fara inn í matvöruverslun og í kjölfarið átti óhugnanlegt atvik sér stað.

„Ég sá þegar við löbbuðum inn í matvöruverslunina, þá sá ég að það voru einhverjir þrír eða fjórir gaurar eitthvað svona bara rétt hjá búðinni, geðveikt mikið að horfa á okkur og eitthvað tala saman, og svo löbbum við inn í búðina,“ útskýrir Lína Birgitta. 

„Ég er búin að vera geðveikt meðvituð um umhverfið hérna útaf það er búið að vera að ræna svo ógeðslega marga þannig ég er búin að vera eitthvað extra meðvituð, ekki hann,“ bætir hún við. 

 „Hann starir á Gumma, horfir á veskið ... “

Þegar Lína Birgitta og Gummi komu út úr búðinni stóð einn af mönnunum, sem Lína Birgitta hafði komið auga á áður en þau fóru inn í búðina, einn síns liðs. „Svo ég eitthvað: „Ókei þetta er skrýtið, hvar eru hinir gæjarnir“. Og svo er gæinn, hann starir á Gumma, horfir á veskið, horfir á Gumma, horfir á veskið, horfir á Gumma og það er eins og hann byrji svona að telja og svo ætlar hann að hlaupa af stað til þess að ná helvítis veskinu,“ segir hún og lyftir upp Dior-veski sem Gummi var með. 

Lína Birgitta hleypur fyrir manninn og kemur í veg fyrir að hann nái í veskið, en hún segir að  í hamaganginum hafi komið rifa á jakkann hennar sem hún náði sem betur fer að laga. 

Gummi segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann lendir í svona atviki í Barselóna, en hann hefur oft heimsótt borgina. „Ég hef aldrei lent í einhverju svona atviki og oft labbað í Born-hverfinu, það er svona, þetta er „basically“ uppáhaldshverfið mitt, það er svo mikið af geggjuðum veitingastöðum þarna, en það er samt alltaf svolítið svona „dubious“ fólk og svona já ... og ég hef oft lent í því að mér er ekki sama og oft svona drifið mig heim, ég hef oft lent í því. En þetta er í fyrsta skipti sem einhver reynir að ræna mig,“ segir hann í myndbandinu.

„Það er verið að ræna ótrúlega marga hérna svo verið meðvituð um dótið ykkar hérna í Barselóna og bara alls staðar annars staðar,“ segir Lína Birgitta svo og rifjar upp svipað atvik sem hún lenti í þegar hún var níu ára gömul í Barselóna ásamt fjölskyldu sinni, en þá var reynt að ræna úr tösku fjölskyldunnar en faðir hennar náði að grípa þjófinn áður en hann komst í burtu.  

Það hefur verið þó nokkuð um að Íslendingar séu að lenda í því að þjófar hafi af þeim verðmæti, en í síðustu viku sagði Ívar Orri Ómarsson frá því í samtali við blaðamann mbl.is að hann hafi lent í því óláni að brotist var inn í húsbíl hans í Suður-Frakklandi og ýmis verðmæti tekin.  Í maí síðastliðnum fór Ástþrúður Kristín Jónsdóttir í viðtal á mbl.is og sagði frá því þegar hún varð fyrir barðinu á vasaþjófum á Spáni. 

@linabirgitta

Er ennþá að ná mér! Story time með Gumma kíró 😮‍💨

♬ original sound - Lina Birgitta
mbl.is