„Bjóst aldrei við því að líkaminn myndi líta svona út eftir fæðingu“

Líkamsvirðing | 17. maí 2024

„Bjóst aldrei við því að líkaminn myndi líta svona út eftir fæðingu“

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn með sambýlismanni sínum Fredrik Aegidius fyrir tveimur vikum. Hún deildi einlægri færslu á Instagram-reikningi sínum í gær þar sem hún sagði frá fyrstu æfingunni eftir fæðinguna. 

„Bjóst aldrei við því að líkaminn myndi líta svona út eftir fæðingu“

Líkamsvirðing | 17. maí 2024

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir birti einlæga færslu á Instagram-síðu sinni …
Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir birti einlæga færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hún ræddi meðal annars um líkamsímynd eftir fæðingu.

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn með sambýlismanni sínum Fredrik Aegidius fyrir tveimur vikum. Hún deildi einlægri færslu á Instagram-reikningi sínum í gær þar sem hún sagði frá fyrstu æfingunni eftir fæðinguna. 

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn með sambýlismanni sínum Fredrik Aegidius fyrir tveimur vikum. Hún deildi einlægri færslu á Instagram-reikningi sínum í gær þar sem hún sagði frá fyrstu æfingunni eftir fæðinguna. 

Annie Mist hefur rætt um meðgöngu og fæðingu barnanna sinna tveggja á opinskáan og einlægan máta, en einnig um líkamsímynd á og eftir meðgöngu sem hún kemur aftur inn á í nýjustu færslu sinni. 

„Bjóst aldrei við því að líkaminn myndi líta svona út eftir fæðingu“

„Raunveruleikinn minn tveimur vikum eftir fæðingu. Ég er farin að hreyfa mig, ég byrjaði í gær, og mér finnst það MAGNAÐ!! Hjólaði bara aðeins þar sem mér fannst það gott og í lagi fyrir mig. 

Það sem mér fannst erfitt síðast líkamlega séð var hversu lengi maginn minn var stór. Við gróum öll á mismunandi hraða, ég bjóst aldrei við því að líkaminn myndi líta svona út eftir fæðingu, og er ekki að segja að þetta sé ekki algengt en ég hafði ENGA hugmynd því það sem ég hafði séð var ekki þetta, en kannski er það vegna þess að við deilum því ekki?

Í þetta skiptið er ég að upplifa það sama, munurinn er að ég bjóst við því sem þýðir að það er auðveldara að takast á við það. Það þýðir ekki að það sé auðvelt en ég veit að þetta er tímabundið, ég er lengi að jafna mig það er hluti af þessu. Það tók líkamann minn líka níu mánuði að búa til barn. Við verðum að elska það sem líkaminn okkar getur í raun og veru,“ skrifaði hún við mynd af sér og syni sínum á fyrstu æfingunni. 

mbl.is