Inga og Bergur kíró keyptu 265 milljóna glæsihús

Heimili | 27. maí 2024

Inga og Bergur kíró keyptu 265 milljóna glæsihús

Hjónin Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson kírópraktor hafa fest kaup á glæsihúsi við Dalakur í Garðabæ. Þau reka saman fyrirtækið Kírópraktorstöðina. Á dögunum settu þau einstakt heimili sitt í Garðabæ á sölu.

Inga og Bergur kíró keyptu 265 milljóna glæsihús

Heimili | 27. maí 2024

Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson.
Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson.

Hjónin Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson kírópraktor hafa fest kaup á glæsihúsi við Dalakur í Garðabæ. Þau reka saman fyrirtækið Kírópraktorstöðina. Á dögunum settu þau einstakt heimili sitt í Garðabæ á sölu.

Hjónin Inga Lóa Bjarnadóttir og Bergur Konráðsson kírópraktor hafa fest kaup á glæsihúsi við Dalakur í Garðabæ. Þau reka saman fyrirtækið Kírópraktorstöðina. Á dögunum settu þau einstakt heimili sitt í Garðabæ á sölu.

Nýja húsið er líka í Garðabænum, bara í öðru hverfi. Um er að ræða 285 fm einbýlishús sem byggt var 2008. Húsið er hannað af Sigurði Hallgrímssyni hjá Arkþing og allar innréttingar í húsið voru hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. 

Í eldhúsinu er stór og myndarleg eldhúsinnrétting með stórri eyju og sérsmíðuðum háfi sem festur er í loftið og er hluti af innréttingu. Að hluta til er innréttingin úr bæsuðum við og er leðurmarmari á borðplötum.  

Eldhúsið er með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og svo er eyjan …
Eldhúsið er með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og svo er eyjan dökk.
Fallega hannaður arinn prýðir húsið.
Fallega hannaður arinn prýðir húsið.

Húsið er sérlega vel skipulagt. Í stofunni er arinn og útsýni út á Bessastaði. 

Bergur og Inga Lóa greiddu 265.000.000 kr. fyrir húsið en þau keyptu húsið af Einari Einarssyni og Stefaníu Jörgensdóttur. 

Smartland óskar Bergi og Ingu Lóu til hamingju með nýja húsið! 

Húsið er nýmóðins með stórum gluggum.
Húsið er nýmóðins með stórum gluggum.
Þakgluggi hleypir dagsbirtunni inn á eitt af baðherbergjunum.
Þakgluggi hleypir dagsbirtunni inn á eitt af baðherbergjunum.
mbl.is