Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Utanvegahlaup | 27. maí 2024

Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Fjölmargir hlauparar lögðu leið sína í Vík í Mýrdal um liðna helgi til að taka þátt í Mýrdalshlaupinu. Þar á meðal voru hlaupadrottningin Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 

Mari og Guðni hlupu saman í Vík

Utanvegahlaup | 27. maí 2024

Skjáskot/Instagram

Fjölmargir hlauparar lögðu leið sína í Vík í Mýrdal um liðna helgi til að taka þátt í Mýrdalshlaupinu. Þar á meðal voru hlaupadrottningin Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 

Fjölmargir hlauparar lögðu leið sína í Vík í Mýrdal um liðna helgi til að taka þátt í Mýrdalshlaupinu. Þar á meðal voru hlaupadrottningin Mari Järsk og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 

Mari er nýkomin heim úr verðskulduðu fríi til Tenerife eftir að hafa sigrað bakgarðshlaup Náttúruhlaupa og slegið Íslandsmet í leiðinni þegar hún hljóp 381 kílómetra á 57 klukkustundum. 

Eftir hlaupið birti Mari mynd af sér og Guðna þar sem hún sagði frá því að hún væri á leiðinni til Tenerife í frí og hefði boðið forsetanum með. 

„Vonandi verður nýi forsetinn jafn frábær og þessi“

Þrátt fyrir að forsetinn hafi verið of upptekinn til að fara til Tenerife, að sögn Mari, þá ákvað hann þó að skella sér á Vík þar sem hann hljóp ásamt Mari og fleiri hlaupurum. 

„Gaman að (hlaupa) með Guðna. Ps. Vonandi verður nýi forsetinn jafn frábær og þessi,“ skrifaði Mari við mynd af þeim eftir hlaupið þar sem þau eru alsæl með medalíu um hálsinn. 

mbl.is