Orðin vön því að vera í fjarsambandi

Dagmál | 29. maí 2024

Orðin vön því að vera í fjarsambandi

„Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að horfa á hafnabolta en mér finnst gaman að horfa á hann,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Orðin vön því að vera í fjarsambandi

Dagmál | 29. maí 2024

„Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að horfa á hafnabolta en mér finnst gaman að horfa á hann,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

„Mér finnst ekkert sérstaklega gaman að horfa á hafnabolta en mér finnst gaman að horfa á hann,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Andrea Rán, sem er 28 ára gömul, snéri heim til Íslands á dögunum og gekk til liðs við FH í Bestu deildinni eftir mikið heimshornaflakk á síðustu árum.

Mikið á flakki

Andrea Rán er í sambandi með hafnaboltaleikaranum Shane McClanahan en hann spilar með Tampa Bay Rays í bandarísku MBL-deildinni.

„Ég myndi segja að ég kunni íþróttina ágætlega í dag,“ sagði Andrea Rán.

„Fjarsambandið gengur og við erum vön því þar sem ég er búin að vera mikið á flakki á síðustu árum. Ef að báðir aðilarnir vilja þetta nægilega mikið þá er þetta að vera virka,“ sagði Andrea Rán meðal annars.

Viðtalið við Andreu Rán í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is