Dreyfuss sýndi sínar verstu hliðar

Poppkúltúr | 30. maí 2024

Dreyfuss sýndi sínar verstu hliðar

Bandaríski stórleikarinn Richard Dreyfuss, best þekktur fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Jaws, reiddi marga bíógesti til reiði á laugardag. Leikarinn var viðstaddur sérstaka sýningu á myndinni í borginni Beverly í Massachusetts og lét ýmis niðrandi ummæla, alveg ótengd Jaws, falla. Varð það til þess að margir yfirgáfu viðburðinn.

Dreyfuss sýndi sínar verstu hliðar

Poppkúltúr | 30. maí 2024

Leikarinn vann sér ekki inn vinsældarstig.
Leikarinn vann sér ekki inn vinsældarstig. Samsett mynd

Bandaríski stórleikarinn Richard Dreyfuss, best þekktur fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Jaws, reiddi marga bíógesti til reiði á laugardag. Leikarinn var viðstaddur sérstaka sýningu á myndinni í borginni Beverly í Massachusetts og lét ýmis niðrandi ummæla, alveg ótengd Jaws, falla. Varð það til þess að margir yfirgáfu viðburðinn.

Bandaríski stórleikarinn Richard Dreyfuss, best þekktur fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Jaws, reiddi marga bíógesti til reiði á laugardag. Leikarinn var viðstaddur sérstaka sýningu á myndinni í borginni Beverly í Massachusetts og lét ýmis niðrandi ummæla, alveg ótengd Jaws, falla. Varð það til þess að margir yfirgáfu viðburðinn.

Þegar myndinni lauk hófst svokallað Q&A með Dreyfuss. Leikarinn, klæddur blómaskreyttum kjól, gekk á svið við mikinn fögnuð viðstaddra og byrjaði að dansa við lag Taylor Swift, Love Story, sem hljómaði í hátölurunum.

Stuttu seinna fór allt úr böndunum. Leikarinn byrjaði að tjá sig á mjög niðrandi máta um MeToo-hreyfinguna, transfólk, samkynhneigða og sýndi andúð gagnvart fólki af öðrum kynþætti og trú. Dreyfuss sýndi sínar verstu hliðar og ekki leið á löngu þar til hundruð gesta gengu út í mótmælaskyni.

Dreyfuss hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla en mikil umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum og vilja margir sjá leikarann settan á svarta listann.

Kvikmyndahúsið The Cabot, þar sem viðburðurinn fór fram, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna atviksins. Starfsfólkið er alveg miður sín yfir hegðun og orðum Dreyfuss. 

mbl.is