Lúxusíbúð seld á 382 milljónir

Heimili | 30. maí 2024

Lúxusíbúð seld á 382 milljónir

Við Kolagötu 1 í Reykjavík er að finna 232 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi sem byggt var 2018. Íbúðin var auglýst til sölu í maí í fyrra en er nú seld. Íbúðin var í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar en dóttir hans Viktoría Kjartansdóttir, sem er með BA próf í arkitektúr, hannaði íbúðina að innan og var ekkert til sparað. 

Lúxusíbúð seld á 382 milljónir

Heimili | 30. maí 2024

Íbúðin við Kolagötu var hönnuð af Viktoríu Kjartansdóttur.
Íbúðin við Kolagötu var hönnuð af Viktoríu Kjartansdóttur. Samsett mynd

Við Kolagötu 1 í Reykjavík er að finna 232 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi sem byggt var 2018. Íbúðin var auglýst til sölu í maí í fyrra en er nú seld. Íbúðin var í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar en dóttir hans Viktoría Kjartansdóttir, sem er með BA próf í arkitektúr, hannaði íbúðina að innan og var ekkert til sparað. 

Við Kolagötu 1 í Reykjavík er að finna 232 fm íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi sem byggt var 2018. Íbúðin var auglýst til sölu í maí í fyrra en er nú seld. Íbúðin var í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar en dóttir hans Viktoría Kjartansdóttir, sem er með BA próf í arkitektúr, hannaði íbúðina að innan og var ekkert til sparað. 

Dökk­ar inn­rétt­ing­ar setja svip sinn á íbúðina en sami viður er notaður í allar innréttingar í eldhúsi, á baðherbergjum, í innihurðum og loftklæðningum. 

Stofa og eld­hús tengj­ast og set­ur ein­stak­lega glæsi­leg­ur marmari svip sinn á eyj­una í eld­hús­inu og líka á rýmið í kring­um vaskinn í eld­hús­inu. Á gólf­un­um í eld­hús­inu eru sand­litaðar flís­ar. 

Úr íbúðinni er fallegt útsýni yfir sundin blá og Esjuna. 

Eldhúsið er afar fallega hannað. Hér má sjá hvernig tveimur …
Eldhúsið er afar fallega hannað. Hér má sjá hvernig tveimur vínkælum er komið fyrir á besta stað í eyjunni.
Það er ekki amalegt að hafa útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og …
Það er ekki amalegt að hafa útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og sundin blá.

Félagið Hólmi ehf. keypti íbúðina á 382.500.000 kr. Félagið er í eigu Þorsteins Kristjánssonar og Bjarkar Aðalsteinsdóttur sem hvor um sig eiga 36,5% hlut í félaginu. Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson, Daði Þorsteinsson, Erna Þorsteinsdóttir og Guðjón Þorsteinsson eiga hver um sig 9,1% hlut í félaginu.  

Smartland óskar þeim til hamingju með íbúðina! 

Íbúðin er á efstu hæð í húsinu við Kolagötu 1.
Íbúðin er á efstu hæð í húsinu við Kolagötu 1.
Mikið er lagt upp úr smekklegri hönnun og lýsingu í …
Mikið er lagt upp úr smekklegri hönnun og lýsingu í íbúðinni.
mbl.is