Blaðamenn samþykkja kjarasamninga

Kjaraviðræður | 31. maí 2024

Blaðamenn samþykkja kjarasamninga

Kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins hafa verið samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu, sem lauk á hádegi í dag.

Blaðamenn samþykkja kjarasamninga

Kjaraviðræður | 31. maí 2024

Alls greiddu 136 atkvæði en 435 voru á kjörskrá.
Alls greiddu 136 atkvæði en 435 voru á kjörskrá. mbl.is/Golli

Kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins hafa verið samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu, sem lauk á hádegi í dag.

Kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins hafa verið samþykktir í rafrænni atkvæðagreiðslu, sem lauk á hádegi í dag.

Voru þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða með 124 atkvæðum gegn 5. Um 92 prósent kusu því með samþykkt samningsins.

Alls greiddu 136 atkvæði en 435 voru á kjörskrá.

Félag fréttamanna samþykkti einnig

Samningur Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf. var einnig samþykktur.

Af þeim 48 sem voru á kjörskrá þess félags greiddu 27 atkvæði; 26 með en 1 á móti.

Það samsvarar því að 97 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi samþykkt samninginn.

Gilda afturvirkt frá 1. febrúar

Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga.

Samningarnir byggja á grunni Stöðugleikasamningsins sem gerður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars.

Samkvæmt samningunum taka launahækkanir gildi um mánaðamótin og gilda afturvirkt frá 1. febrúar.

mbl.is