Svona lítur Julia Stiles út í dag

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Svona lítur Julia Stiles út í dag

Um nokkurra ára skeið var Julia Stiles ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Stiles fór með aðalhlutverk í nokkrum af þekktustu kvikmyndum tíunda áratugar 20. aldarinnar og er þúsaldarkynslóðin henni því vel kunn. 

Svona lítur Julia Stiles út í dag

Poppkúltúr | 31. maí 2024

Julie Stiles.
Julie Stiles. Samsett mynd

Um nokkurra ára skeið var Julia Stiles ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Stiles fór með aðalhlutverk í nokkrum af þekktustu kvikmyndum tíunda áratugar 20. aldarinnar og er þúsaldarkynslóðin henni því vel kunn. 

Um nokkurra ára skeið var Julia Stiles ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Stiles fór með aðalhlutverk í nokkrum af þekktustu kvikmyndum tíunda áratugar 20. aldarinnar og er þúsaldarkynslóðin henni því vel kunn. 

Leikkonan skaust upp á stjörnuhimininn með hlutverki sínu í bandarísku unglingamyndinni 10 Things I Hate About You frá árinu 1999. Stiles var 18 ára gömul þegar hún landaði hlutverki hinnar róttæku og uppreisnargjörnu Kat Stratford. 

Kvikmyndin sló rækilega í gegn á heimsvísu og reyndist mörgum leikurum frábær stökkpallur en með önnur hlutverk fóru Larisa Oleynik, Gabrielle Union, Joseph Gordon-Levitt, Allison Janney, David Krumholtz og Heath Ledger heitinn. 

Byrjaði í áhugamannaleikhóp

Stiles var 12 ára gömul þegar hún hóf leikferil sinn. Hún var meðlimur í La MaMa-áhugamannaleikhópnum í New York og fór með nokkur hlutverk í sýningum sem hópurinn setti upp og lék einnig í örfáum auglýsingum.

Það tók Stiles dágóðan tíma að fá hlutverk í stærri verkefnum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum, en fljótlega eftir að hún landaði hlutverki Kat Startford opnuðust ýmsar nýjar dyr. Hún varð fljótlega „The It-Girl“ í Hollywood. 

Óteljandi verkefni buðust Stiles og fór hún með hlutverk í kvikmyndum á borð við Save the Last Dance, The Prince & Me, Down to You og Mona Lisa Smile. 

Hvarf úr sviðsljósinu

Þegar fer­ill Stiles stóð sem hæst kaus hún að draga sig í hlé þar sem hún vildi sækja sér há­skóla­mennt­un. Leikkonan útskrifaðist frá Columbia University árið 2005 með gráðu í enskum bókmenntum. Hún giftist kvikmyndatökumanninum Preston Cook árið 2017 og eiga þau þrjú ung börn.

Stiles, 43 ára, hefur á undanförnum árum átt endurkomu inn í leiklistarheiminn og tekið að sér aukahlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og talsetningu í teiknimyndum.

Leikkonan gladdi aðdáendur Save the Last Dance þegar hún steig á svið Saturday Night Live síðla síðasta árs og rifjaði upp danstaktana ásamt grínleikkonunni Chloe Fineman. 

View this post on Instagram

A post shared by Julia (@missjuliastiles)

mbl.is