Vildi ekki að dæturnar myndu alast upp í KR

Dagmál | 31. maí 2024

Vildi ekki að dæturnar myndu alast upp í KR

„KR var ekki tilbúið að leggja áherslu á þrjár stærstu boltaíþróttirnar og félagið setti meiri kraft í körfuboltann og fótboltann,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Vildi ekki að dæturnar myndu alast upp í KR

Dagmál | 31. maí 2024

„KR var ekki tilbúið að leggja áherslu á þrjár stærstu boltaíþróttirnar og félagið setti meiri kraft í körfuboltann og fótboltann,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

„KR var ekki tilbúið að leggja áherslu á þrjár stærstu boltaíþróttirnar og félagið setti meiri kraft í körfuboltann og fótboltann,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Býr í Hlíðunum í dag

Anna er uppalinn í Vesturbænum og steig sín fyrstu meistaraflokkskref, í bæði handbolta og fótbolta, með uppeldisfélagi sínu KR en meistaraflokkar félagsins í handbolta voru lagðir niður fyrir nokkrum árum síðan.

„Ég bý í Hlíðunum í dag og það var ástæða fyrir því að ég vildi ekki búa í Vesturbænum,“ sagði Anna.

„Mér fannst þetta oft mjög karllægt umhverfi og ég á tvær dætur í dag. Ég vil að þær fái að upplifa það sama og hafi sömu möguleika og aðrir en ég vona að þróunin sé komin langt á veg og á mun betri stað í dag í Vesturbænum,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is