Fékk vægt sjokk við komuna til félagsins

Dagmál | 1. júní 2024

Fékk vægt sjokk við komuna til félagsins

„Þegar að ég mæti þarna þá tekur á móti mér myndatökumaður, bílstjóri, ljósmyndari og innanbúðarmaður hjá félaginu sem ég var búinn að vera í samskiptum við í aðdraganda félagaskiptanna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Fékk vægt sjokk við komuna til félagsins

Dagmál | 1. júní 2024

„Þegar að ég mæti þarna þá tekur á móti mér myndatökumaður, bílstjóri, ljósmyndari og innanbúðarmaður hjá félaginu sem ég var búinn að vera í samskiptum við í aðdraganda félagaskiptanna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

„Þegar að ég mæti þarna þá tekur á móti mér myndatökumaður, bílstjóri, ljósmyndari og innanbúðarmaður hjá félaginu sem ég var búinn að vera í samskiptum við í aðdraganda félagaskiptanna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Andrea Rán, sem er 28 ára gömul, snéri heim til Íslands á dögunum og gekk til liðs við FH í Bestu deildinni eftir mikið heimshornaflakk á síðustu árum.

Konunglegar móttökur

Andrea Rán gekk til liðs við Club América í efstu deild Mexíkó árið 2022 en félagið er eitt stærsta kvennaliðið í suður-Ameríku.

„Í fyrsta skiptið sem ég mæti á æfingasvæðið er hrúga af fólki að taka á móti mér,“ sagði Andrea Rán.

„Fólk var að banka á bílrúðuna hjá mér og að biðja mig um að skrúfa niður gluggann. Það er til myndband af þessu og það sést á andlitinu á mér að ég er þarna í vægu sjokki,“ sagði Andrea Rán meðal annars.

Viðtalið við Andreu Rán í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Ljósmynd/Club América
mbl.is