Þetta er ákveðið högg fyrir sjálfstraustið

Dagmál | 2. júní 2024

Þetta er ákveðið högg fyrir sjálfstraustið

„Ég sat mikið á bekknum sem var ekkert sérstaklega gaman,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Þetta er ákveðið högg fyrir sjálfstraustið

Dagmál | 2. júní 2024

„Ég sat mikið á bekknum sem var ekkert sérstaklega gaman,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

„Ég sat mikið á bekknum sem var ekkert sérstaklega gaman,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Andrea Rán, sem er 28 ára gömul, snéri heim til Íslands á dögunum og gekk til liðs við FH í Bestu deildinni eftir mikið heimshornaflakk á síðustu árum.

Sama hvað ég gerði

Andrea Rán gekk til liðs við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni árið 2021 en fékk fá tækifæri með liðinu.

„Ég geng til liðs við félagið á miðju tímabili og það er erfitt að koma inn á miðju tímabili þegar liðið er komið í ákveðinn takt,“ sagði Andrea Rán.

„Það var í raun sama hvað ég gerði á æfingum, það skipti ekki máli. Þetta var ákveðið mótlæti en á sama tíma reyndi ég að einblína á það jákvæða og ég eignaðist margar góðar vinkonur þarna.

Þetta er ákveðið högg fyrir sjálfstraustið, að leggja sig alla fram á æfingum en fá ekki að spila, og það tók á að vakna á morgnanna og gera sig klára fyrir æfingu,“ sagði Andrea Rán meðal annars.

Viðtalið við Andreu Rán í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is