Ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna

Dagmál | 3. júní 2024

Ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna

„Mexíkó er Mexíkó og það er til dæmis ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna

Dagmál | 3. júní 2024

„Mexíkó er Mexíkó og það er til dæmis ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

„Mexíkó er Mexíkó og það er til dæmis ekki til neitt sem heitir umferðarreglur þarna,“ sagði knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í Dagmálum.

Andrea Rán, sem er 28 ára gömul, snéri heim til Íslands á dögunum og gekk til liðs við FH í Bestu deildinni eftir mikið heimshornaflakk á síðustu árum.

Land númer tvö á listanum

Andrea Rán gekk til liðs við Club Ameríca í efstu deild Mexíkó árið 2022 og árið síðar gekk hún svo til liðs við Mazatlán í sömu deild.

„Ég gæti alveg hugsað mér að búa þarna í framtíðinni,“ sagði Andrea Rán.

„Ég hugsaði það einmitt eftir að ég kom heim að Mexíkó væri líklegast land númer tvö á listanum hjá mér yfir staði sem ég væri til í að búa á í framtíðinni,“ sagði Andrea Rán meðal annars.

Viðtalið við Andreu Rán í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Andrea Rán Hauksdóttir.
Andrea Rán Hauksdóttir. Ljósmynd/Club América
mbl.is