Quinto grætti þjónustustúlku á veitingastað

Poppkúltúr | 4. júní 2024

Quinto grætti þjónustustúlku á veitingastað

Starfsfólk veitingastaðarins Manita í Toronto í Kanada birti langa færslu á Instagram þar sem það greindi frá óskemmtilegri heimsókn bandaríska leikarans Zachary Quinto.

Quinto grætti þjónustustúlku á veitingastað

Poppkúltúr | 4. júní 2024

Zachary Quinto sýndi slæma hegðun.
Zachary Quinto sýndi slæma hegðun. Frazer Harrison

Starfsfólk veitingastaðarins Manita í Toronto í Kanada birti langa færslu á Instagram þar sem það greindi frá óskemmtilegri heimsókn bandaríska leikarans Zachary Quinto.

Starfsfólk veitingastaðarins Manita í Toronto í Kanada birti langa færslu á Instagram þar sem það greindi frá óskemmtilegri heimsókn bandaríska leikarans Zachary Quinto.

Starfsfólkið fór ekki fögrum orðum um Quinto og sagði hann hafa hagað sér illa og sýnt af sér mikinn dónaskap. Í færslunni var leikaranum líkt við forréttindapésa og óþekkt barn.

Quinto, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Star Trek, The Boys in the Band, Snowden og What’s Your Number, er sagður hafa reiðst mjög og öskrað á starfsfólk þegar það reyndi að tilkynna honum að borðið hans væri klárt. Quinto er einnig sagður hafa grætt þjónustustúlku með orðum sínum og truflað aðra gesti veitingastaðarins.

Quinto, sem er staddur í Kanada að fagna 47 ára afmæli sínu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið, en samkvæmt yfirlýsingu Manita þá er Quinto ekki velkominn þangað aftur á næstunni.

Veitingastaðurinn Manita sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í kjölfar …
Veitingastaðurinn Manita sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í kjölfar heimsóknar leikarans. Skjáskot/Instagram
mbl.is