Sögð ólétt og trúlofuð

Poppkúltúr | 4. júní 2024

Sögð ólétt og trúlofuð

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er talin eiga von á sínu fyrsta barni. Hún er einnig sögð trúlofuð kærasta sínum til fjögurra ára, bandaríska viðskiptamanninum Michael Polansky.

Sögð ólétt og trúlofuð

Poppkúltúr | 4. júní 2024

Lady Gaga er sögð eiga von á barni.
Lady Gaga er sögð eiga von á barni. Ljósmynd/AFP

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er talin eiga von á sínu fyrsta barni. Hún er einnig sögð trúlofuð kærasta sínum til fjögurra ára, bandaríska viðskiptamanninum Michael Polansky.

Söng- og leikkonan Stefani Joanne Angelina Germanotta, betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er talin eiga von á sínu fyrsta barni. Hún er einnig sögð trúlofuð kærasta sínum til fjögurra ára, bandaríska viðskiptamanninum Michael Polansky.

Orðrómur þess efnis fór af stað síðla föstudags þegar Germanotta mætti í kvöldverðarboð í smábænum York í Maine-fylki. Boðið var haldið í tilefni af brúðkaupi yngri systur söngkonunnar, Natali Germanotta, sem fram fór um helgina. Gaga var brúðarmær og stóð við hlið systur sinnar í athöfninni. 

Söngkonan mætti í kvöldverðarboðið klædd stuttum svörtum kjól og að sögn veislugesta þá sást glitta í óléttukúlu. Gaga skartaði einnig stærðarinnar demantshring á baugfingri.

Breski slúðurmiðillinn The Sun birti myndir frá kvöldverðarboðinu og brúðkaupinu í gærdag. Gaga hefur ekki birt myndir frá helginni á samfélagsmiðlasíðum sínum né tjáð sig um orðrómana. 

mbl.is