Baldwin-fjölskyldan mætir á skjáinn

Frægar fjölskyldur | 6. júní 2024

Baldwin-fjölskyldan mætir á skjáinn

Hollywood-hjónin Alec og Hilaria Baldwin ætla að veita aðdáendum og öðrum frekari innsýn inn í daglegt líf þeirra í nýjum raunveruleikaþætti sem ber einfaldlega heitið The Baldwins. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin og fylgst með annasömu lífi hjónanna sem eiga sjö ung börn. 

Baldwin-fjölskyldan mætir á skjáinn

Frægar fjölskyldur | 6. júní 2024

Það verður án efa nóg um að vera í hverjum …
Það verður án efa nóg um að vera í hverjum þætti. Skjáskot/Instagram

Hollywood-hjónin Alec og Hilaria Baldwin ætla að veita aðdáendum og öðrum frekari innsýn inn í daglegt líf þeirra í nýjum raunveruleikaþætti sem ber einfaldlega heitið The Baldwins. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin og fylgst með annasömu lífi hjónanna sem eiga sjö ung börn. 

Hollywood-hjónin Alec og Hilaria Baldwin ætla að veita aðdáendum og öðrum frekari innsýn inn í daglegt líf þeirra í nýjum raunveruleikaþætti sem ber einfaldlega heitið The Baldwins. Í þáttunum verður skyggnst á bak við tjöldin og fylgst með annasömu lífi hjónanna sem eiga sjö ung börn. 

Áætlað er að frumsýna þættina á næsta ári og verða þeir sýndir á bandarísku sjónvarpsstöðinni TLC, sem er í eigu Warner Bros. Sjónvarpsstöðin er þekkt fyrir að sýna eingöngu raunveruleikaþætti. 

Baldwin-hjónin, sem fagna 12 ára brúðkaupsafmæli sínu í ár, tilkynntu um verkefnið á samfélagsmiðlasíðum sínum í gærdag og gáfu sýnishorn af því sem er í vændum. 

Síðastliðin ár hafa verið Baldwin-fjölskyldunni erfið. 

Hollywood-leikarinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í desember vegna andláts á tökustað kvikmyndarinnar Rust síðsumars 2021. Skot hljóp úr byssu við æfingu á atriði sem varð Halynu Hutchins, tökustjóra kvikmyndarinnar, að bana.

Baldwin, sem hef­ur ít­rekað lýst sak­leysi sínu í mál­inu, mætir fyrir dóm í ágúst.

mbl.is