Bubbi fagnar 68 ára afmæli sínu með ástarlagi

Tónlist | 6. júní 2024

Bubbi fagnar 68 ára afmæli sínu með ástarlagi

Einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, Ásbjörn Morthens, þekktastur sem Bubbi, fagnar 68 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni byrjaði hann afmælisdaginn á því að syngja fallegt ástarlag með gítarinn heima í stofu. 

Bubbi fagnar 68 ára afmæli sínu með ástarlagi

Tónlist | 6. júní 2024

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er afmælisbarn dagsins.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er afmælisbarn dagsins. Samsett mynd

Einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, Ásbjörn Morthens, þekktastur sem Bubbi, fagnar 68 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni byrjaði hann afmælisdaginn á því að syngja fallegt ástarlag með gítarinn heima í stofu. 

Einn ástsælasti tónlistarmaður Íslands, Ásbjörn Morthens, þekktastur sem Bubbi, fagnar 68 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni byrjaði hann afmælisdaginn á því að syngja fallegt ástarlag með gítarinn heima í stofu. 

Texti lagsins er einstaklega fallegur en áberandi er línan; „Fljúgðu ástin mín, fljúgðu, frjáls í þínu hjarta.“

Bubbi er væntanlega að syngja til Hrafnhildar Hafsteinsdóttur eiginkonu sinnar en þau eru búin að vera saman í um tvo áratugi. 

„Hef stundum á afmælisdaginn sungið lag, það er góð leið til að segja takk fyrir mig,“ segir Bubbi á samfélagsmiðlum sínum. 

Bubbi hefur yljað hjartarótum og snert þjóðarsál landsmanna í áratugi en hann á ótelgjandi góða smelli eins og Rómeó og Júlía, Afgan og Fallegur dagur til að nefna nokkur lög úr safni hans. 

Síðast gaf hann út smáskífuna Dansaðu / Ástarvalsinn þann 23. apríl síðastliðinn sem skartar tveimur lögum eins og nafnið leggur sig. 

Til hamingju með daginn Bubbi!

mbl.is