Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hyggst láta minna fyrir sér fara í fjölmiðlum næstu vikurnar. Mun hún nú einbeita sér að því að koma fyrra starfi í góðan fraveg og hvílast til að mæta til starfa af fullum krafti þann 1. ágúst.
Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hyggst láta minna fyrir sér fara í fjölmiðlum næstu vikurnar. Mun hún nú einbeita sér að því að koma fyrra starfi í góðan fraveg og hvílast til að mæta til starfa af fullum krafti þann 1. ágúst.
Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hyggst láta minna fyrir sér fara í fjölmiðlum næstu vikurnar. Mun hún nú einbeita sér að því að koma fyrra starfi í góðan fraveg og hvílast til að mæta til starfa af fullum krafti þann 1. ágúst.
„Orð munu seint ná utan um það þakklæti sem býr mér í brjósti fyrir stuðninginn og traustið sem þið hafið sýnt mér,“ skrifar Halla í færslu á samfélagsmiðlum.
„Ég stend á öxlum ykkar og vonast til að lána ykkur mínar og þjóna þannig þegar ég tek við þann 1. ágúst næstkomandi,“ segir hún enn fremur.
Halla skilar þá hjartans þökkum fyrir allar heillaóskirnar og hlýju kveðjurnar sem henni hafa borist að undanförnu.
„Allt yljar þetta hjartarótunum og við lesum hverja og eina þó við önnum ekki að svara eins vel og við gjarnan vildum,“ segir í færslunni.
Hún segir að fjölskyldan þakki fyrir hugrekkið, gleðina og bjartsýnina.
„Höldum ótrauð áfram með klút um háls og kjark í hjarta.“