Vongóð þó viðræðurnar hafi hingað til ekki gengið vel

Kjaraviðræður | 6. júní 2024

Vongóð þó viðræðurnar hafi hingað til ekki gengið vel

Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar funda aftur hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is.

Vongóð þó viðræðurnar hafi hingað til ekki gengið vel

Kjaraviðræður | 6. júní 2024

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar funda aftur hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is.

Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar funda aftur hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is.

Fyrsti fundur Eflingar og borgarinnar, eftir að kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara, var haldinn í morgun.

Fundurinn stóð yfir í um klukkustund og fór Efling meðal annars yfir kröfugerð sína.

„Raunverulegri viðræður“ á mánudag

„Næsta mánudag munum við funda meira og minna allan daginn og höldum svo áfram að funda þá viku,“ segir Sólveig Anna.

Á hún von á að þá muni „raunverulegri viðræður“ fara fram um þau mál sem þarf að leysa. 

„Samninganefnd Eflingar er full samningsvilja, það eru þarna mikilvæg atriði sem við leggjum mikla áherslu á og munum ekki undirrita kjarasamninga fyrr en við höfum náð raunverulegum árangri í þeim,“ segir Sólveig.

Spurð hvernig henni hafi fundist hljóðið í samninganefnd Reykjavíkurborgar segir Sólveig fundinn hafa verið ágætan.

Hún bætir þó við að fram að þessu hafi viðræðurnar ekki gengið neitt sérstaklega vel en hún sé þó vongóð.

mbl.is