Laugavegurinn efst á lista yfir bestu göngurnar í Evrópu

Fjallganga | 7. júní 2024

Laugavegurinn efst á lista yfir bestu göngurnar í Evrópu

Gönguleiðin um Laugaveginn, sem liggur á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er ein vinsælasta gönguleið landsins bæði meðal heimamanna og ferðamanna. Leiðin er um 55 km löng og þykir einstaklega fögur, en gengið er í gegnum fjölbreytt landslag sem inniheldur meðal annars líparítsvæði, hrafntinnuhraun, háhitasvæði, vötn, sanda og skóga.

Laugavegurinn efst á lista yfir bestu göngurnar í Evrópu

Fjallganga | 7. júní 2024

Laugavegurinn er vinsælasta gönguleið landsins
Laugavegurinn er vinsælasta gönguleið landsins mbl.is/Rax

Gönguleiðin um Laugaveginn, sem liggur á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er ein vinsælasta gönguleið landsins bæði meðal heimamanna og ferðamanna. Leiðin er um 55 km löng og þykir einstaklega fögur, en gengið er í gegnum fjölbreytt landslag sem inniheldur meðal annars líparítsvæði, hrafntinnuhraun, háhitasvæði, vötn, sanda og skóga.

Gönguleiðin um Laugaveginn, sem liggur á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er ein vinsælasta gönguleið landsins bæði meðal heimamanna og ferðamanna. Leiðin er um 55 km löng og þykir einstaklega fögur, en gengið er í gegnum fjölbreytt landslag sem inniheldur meðal annars líparítsvæði, hrafntinnuhraun, háhitasvæði, vötn, sanda og skóga.

Það kemur því ekki á óvart að Laugavegurinn hafi á dögunum verið valinn besta gönguleiðin í Evrópu, en listann prýða 13 spennandi og ævintýralegar göngur sem sérfræðingar hjá 57Hours mæla með.

Gönguleiðin er þekkt fyrir stórbrotna náttúru.
Gönguleiðin er þekkt fyrir stórbrotna náttúru. mbl.is/Rax

Vara við óútreiknanlegu veðri á Íslandi

„Laugavegurinn liggur frá jarðhitalindum Landmannalauga að friðlandinu Þórsmörk sem situr undir virku eldfjalli. Hin 55 kílómetra Laugavegsleið er nokkurra daga gönguleið á Íslandi sem leiðir göngugarpa í gegnum stórbrotið landslag sem inniheldur meðal annars eldfjöll, hraun, jökla, hveri, svartan sand, vötn, jarðhitalaugar og svo margt fleira.

Gangan hefst á Landmannalaugarsvæðinu, þekkt fyrir litrík líparítfjöll, og endar í Þórsmörk. Á leiðinni munt þú upplifa nokkra af merkustu stöðum Íslands, þar á meðal jarðhitasvæðið Hrafntinnusker, Fjallabak og Eyjafjallajökul.

Gönguleiðin er vel merkt með vörðum og skiltum og á leiðinni eru fjallaskálar og tjaldstæði þar sem göngufólk getur hvílt sig og gist. Mikilvægt er þó að vera meðvitaður um að veðrið á Íslandi getur verið mjög óútreiknanlegt, stundum upplifir þú allar fjórar árstíðirnar á einum degi, svo vertu alltaf viðbúinn skyndilegum breytingum í veðri,“ er skrifað í umsögn um gönguleiðina.

Gangan endar í Þórsmörk eða Básum.
Gangan endar í Þórsmörk eða Básum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is