Bæta úr samgönguleiðum til og frá Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Bæta úr samgönguleiðum til og frá Grindavík

„Aðalverkefnið er að gera úrbætur á samgönguleiðum til og frá Grindavík,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu, í samtali við mbl.is eftir að hraun rann yfir Grindavíkurveg rétt norðan við varnargarðinn við Svartsengi í morgun.

Bæta úr samgönguleiðum til og frá Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Úr vefmyndavél Veðurstofu Íslands.
Úr vefmyndavél Veðurstofu Íslands. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Aðalverkefnið er að gera úrbætur á samgönguleiðum til og frá Grindavík,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu, í samtali við mbl.is eftir að hraun rann yfir Grindavíkurveg rétt norðan við varnargarðinn við Svartsengi í morgun.

„Aðalverkefnið er að gera úrbætur á samgönguleiðum til og frá Grindavík,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðeðlisfræðingur hjá Eflu, í samtali við mbl.is eftir að hraun rann yfir Grindavíkurveg rétt norðan við varnargarðinn við Svartsengi í morgun.

„Með því að þessi leið [Grindavíkurvegur] fer verðum við að laga betur leiðirnar niður á Nesvegi og niður á Bláa lóns vegi og flóttaleiðir,“ segir Jón Haukur.

Unnið verður að því það sem eftir lifir dags.

Hefðbundið viðbragð núorðið

Búið er að fylla í skarð í varnargarðinum sem er í grennd við Bláa lónið, en lóninu var lokað í morgun.

„Þetta er bara orðið hefðbundið viðbragð. Við erum búnir að loka þessu gati svo margoft síðan í desember, það er ekkert nýtt í því,“ svarar Jón Haukur spurður hvernig hafi gengið að fylla í skarðið sem var á varnargarðinum.

Hann segir að fimm til sex menn hafi unnið að því að fylla skarðið.

Jón Haukur segir að slökkviliðið sé nú að vinna að því að koma í veg fyrir gróðurelda á svæðinu.

mbl.is