Ekki von á niðurstöðu á næstunni

Kjaraviðræður | 8. júní 2024

Ekki von á niðurstöðu á næstunni

Ekki sér enn fyrir endann á viðræðum stéttarfélaga opinberra starfsmanna og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamninga. Tíu vikur eru liðnar frá því að flestir samningar á opinbera markaðinum runnu út.

Ekki von á niðurstöðu á næstunni

Kjaraviðræður | 8. júní 2024

Karphúsið.
Karphúsið. mbl/Arnþór Birkisson

Ekki sér enn fyrir endann á viðræðum stéttarfélaga opinberra starfsmanna og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamninga. Tíu vikur eru liðnar frá því að flestir samningar á opinbera markaðinum runnu út.

Ekki sér enn fyrir endann á viðræðum stéttarfélaga opinberra starfsmanna og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurnýjun kjarasamninga. Tíu vikur eru liðnar frá því að flestir samningar á opinbera markaðinum runnu út.

„Síðastliðnar vikur hafa fulltrúar Visku fundað með samninganefnd ríkisins með reglubundnum hætti, bæði á formlegum samninganefndarfundum og óformlegri vinnufundum,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku, stærsta aðildarfélags BHM.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku Ljósmynd/Aðsend

„Fundirnir hafa verið góðir og ágætisgangur er í viðræðunum en þó er enn töluvert í land og við eigum ekki von á niðurstöðu á næstunni. Við leggjum áherslu á að halda samtalinu gangandi af festu,“ segir hún.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is