Emil átti jákvæðan fund með David Moyes

Dagmál | 8. júní 2024

Emil átti jákvæðan fund með David Moyes

„Það var eitt lið sem sýndi mér mikinn áhuga og það var Everton,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil átti jákvæðan fund með David Moyes

Dagmál | 8. júní 2024

„Það var eitt lið sem sýndi mér mikinn áhuga og það var Everton,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

„Það var eitt lið sem sýndi mér mikinn áhuga og það var Everton,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Eyddi viku hjá félaginu

Emil hélt út í atvinnumennsku árið 2004 þegar hann gekk til liðs við Tottanhem í ensku úrvalsdeildinni en Feyenoord í Hollandi vildi einnig semja við leikmanninn, sem og Everton í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég fór út og kíkti á aðstæður hjá þeim strax eftir tímabilið,“ sagði Emil.

„Ég var þarna í viku og átti svo fund með David Moyes áður en ég fór heim. Hann segir mér að fara heim og að hann muni sjá mig í desember,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is