Gucci-strigaskórnir verstu kaupin

Fatastíllinn | 8. júní 2024

Gucci-strigaskórnir verstu kaupin

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Nadía Sif Líndal, hefur verið önnum kafin í model-bransanum undanfarið en hún hefur verið í verkefnum fyrir erlend fatamerki á borð við God Save Queens og Louge. Einnig hefur hún unnið með fyrirtækjum hérlendis eins og Vero Moda, Emma Body Art, Define The Line Sport og Nína á Akranesi.

Gucci-strigaskórnir verstu kaupin

Fatastíllinn | 8. júní 2024

Nadía Sif Líndal.
Nadía Sif Líndal. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Nadía Sif Líndal, hefur verið önnum kafin í model-bransanum undanfarið en hún hefur verið í verkefnum fyrir erlend fatamerki á borð við God Save Queens og Louge. Einnig hefur hún unnið með fyrirtækjum hérlendis eins og Vero Moda, Emma Body Art, Define The Line Sport og Nína á Akranesi.

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Nadía Sif Líndal, hefur verið önnum kafin í model-bransanum undanfarið en hún hefur verið í verkefnum fyrir erlend fatamerki á borð við God Save Queens og Louge. Einnig hefur hún unnið með fyrirtækjum hérlendis eins og Vero Moda, Emma Body Art, Define The Line Sport og Nína á Akranesi.

Nadía er mikil hæfileikakona og hefur lengi dreymt um að læra leiklist en hún tók þátt í þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Æði með æði-strákunum Patriki Jamie, Bassa Maraj og Binna Glee. Þau kynntust árið 2015 og hafa verið vinir síðan seríunum lauk. Nadía hefur líka verið að syngja og semja tónlist en hún gaf út sitt fyrsta lag, Smile As The Door Slams, á Spotify ásamt tónlistarmanninum, Magnus Wærness, árið 2020. Hún stefnir á að fara lengra í tónlistinni og er spennt fyrir framtíðinni.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Hann er þægilegur og „kúl,“ getur líka verið frekar fínn. Það fer rosalega mikið eftir dögum.“

Hvernig klæðir þú þig dags daglega?

„Ég fer langoftast í þægileg föt í vinnuna en ef ég er að gera eitthvað annað þá er mitt go-to“ útvíðar buxur og eitthvað flott að ofan.“

Nadía í afslöppuðum stíl á götum Akraness. útvíðar buxur eru …
Nadía í afslöppuðum stíl á götum Akraness. útvíðar buxur eru oft grunnurinn af góðri fatasamsetningu. Trefill eða slæða í fallegum lit getur gert svo mikið. Slæðu er auðveldlega hægt að binda á ýmsa vegu en vinsælast er að hafa hana um hálsinn. Eins og frægt er, kom Halla Tómasdóttir, nýkjörinn Forseti Íslands, sterkt inn með hálsklútana sína í kosningabaráttu sinni. Ljósmynd/Aðsend

En þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt þá reyni ég að setja fleiri flíkur saman og byggja upp „lúkkið“. Skór, flottur jakki og mikið skart er lykillinn.“

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég fell langoftast fyrir fallegum kjólum og „kúl“ retró jökkum. Fötin hennar ömmu sem hún notar ekki lengur heilla mig líka mjög mikið.“

Nadía Sif Líndal. Töff jakki getur algörlega bjargað „lúkkinu.
Nadía Sif Líndal. Töff jakki getur algörlega bjargað „lúkkinu." Ljósmynd/Aðsend

Bestu fatakaupin?

„Jakkar, alltaf jakkar. Þú getur notað þá allan ársins hring. En eins og er, þá er það peysa sem er Nike x Jacquemus og gamall retró Nike-jakki sem ég fann í Búkollu.“

Verstu fatakaupin?

„Gucci-strigaskórnir mínir. Eftir að hafa brennt mig á að kaupa suma hönnunarstrigaskó þá er ég þeirrar skoðunar að fólk geti ekki hent peningunum meira í ruslið.“

Uppáhaldsskór eða fylgihlutir?

„Mínir uppáhaldsskór, eins og er, eru líklegast, Nike Air Monarch IV, því þeir eru svo retró.“

Nadía Sif Líndal elskar Nike Air Monarch IV- skóna. Þeir …
Nadía Sif Líndal elskar Nike Air Monarch IV- skóna. Þeir eru í mjög skemmtilegum retró stíl. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsmerki eða fataverslanir? 

„Já, það eru vintage-búðirnar, til dæmis Rauðakrossbúðirnar, Búkolla á Skaganum og Hertex. Síðan elska ég að versla í Nínu sem er líka á Skaganum. Mér finnst Aftur líka ekkert smá flott búð en ég á ennþá eftir að eignast flík frá þeim.“

Áttu þér uppáhaldsliti?

„Já, ég elska jarðliti en ljósir litir eru líka í miklu uppáhaldi, þá sérstaklega ljósblár og ljósbleikur. Appelsínugulur hefur verið að koma sterkur inn líka.“

Nadía flott í appelsínugulu dressi. Tilvalið að lífga upp á …
Nadía flott í appelsínugulu dressi. Tilvalið að lífga upp á litina í fataskápnum í sumar! Ljósmynd/Aðsend

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir sumarið?

„Það er alltaf margt sem mann langar í en ég get orðið frekar spennt fyrir sumarkjólum, þannig að fallegir kjólar eru á mínum lista.“

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„Mér finnst langskemmtilegast að leita inn á Pinterest. Þá leita ég af stílnum sem ég vil kannski vera í þann dag og fæ innblástur frá öllum útfærslunum sem koma upp.“

Nadía Sif í fallegum gulbrúnum gallasamfesting.
Nadía Sif í fallegum gulbrúnum gallasamfesting. Ljósmynd/Aðsend

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Allt „vintage“ frá Prada, Dior og Burberry. Ég myndi kaupa allt sem mig langaði í.“ 

Nadía SIf í sólarlandaferð í sætari stuttri blússu með púff …
Nadía SIf í sólarlandaferð í sætari stuttri blússu með púff ermum. Ljósmynd/Aðsend

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Það eru nokkrir að mínu mati. Verð að segja Sigríður Margrét Ágústsdóttir, skvísurnar sem eiga Mamma Mia Vintage og hönnuðurinn Nigel Xavier.“

mbl.is