Hraun skvettist yfir varnargarðinn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Hraun skvettist yfir varnargarðinn

Hraun hefur lekið yfir varnargarðinn í Svartsengi þar sem hraunstraumurinn frá eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni náði í dag sömu hæð og veggurinn. Hrauntungan virðist samt hafa hægt verulega á sér, eða jafnvel stöðvast.

Hraun skvettist yfir varnargarðinn

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. júní 2024

Sjá má hraunið sem komið er yfir varnargarðinn niðri í …
Sjá má hraunið sem komið er yfir varnargarðinn niðri í hægra horninu á myndinni. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraun hefur lekið yfir varnargarðinn í Svartsengi þar sem hraunstraumurinn frá eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni náði í dag sömu hæð og veggurinn. Hrauntungan virðist samt hafa hægt verulega á sér, eða jafnvel stöðvast.

Hraun hefur lekið yfir varnargarðinn í Svartsengi þar sem hraunstraumurinn frá eldgosinu í Sundhnúkagígaröðinni náði í dag sömu hæð og veggurinn. Hrauntungan virðist samt hafa hægt verulega á sér, eða jafnvel stöðvast.

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur, í samtali við mbl.is.

„Þessi straumur sem fór þarna með fram varnargarðinum var eiginlega jafn hár og varnargarðurinn, þannig að það gutlaðist örlítið fram af. En það var ekki mjög mikið, fór aðeins fram yfir garðinn en ekki nálægt Bláa lóni eða innviðum. Þetta var þarna upp við Sýlingarfell,“ segir náttúruvársérfræðingurinn.

Hreyfist varla

Gos­virkni held­ur áfram í ein­um gíg við Sund­hnúkagíga og í nótt, aðfaranótt laugardags, jókst hraun­streymið norður fyr­ir Sýl­ing­ar­fell og í átt að Grind­ar­vík­ur­vegi.

Þannig fór Grindavíkurvegur aftur undir hraun, nú í þriðja skiptið frá því að eldvirkni hófst við Sundhnúk. Hrauntungan er í um 800 metra fjarlægð frá Njarðvíkuræðinni en hraunið er nú á afar lítilli hreyfingu eða jafnvel búið að stöðvast, að sögn Salóme.

„Það var farið að hægjast töluvert á þessu upp úr hádegi og það hafa ekki sést neitt miklar hreyfingar á þessu núna, þannig að þetta er annaðhvort búið að stöðvast eða mjög hæg hreyfing á þessu,“ segir hún og bætir við:

„Þannig það er ólíklegt að þetta nái lögninni eins og er úr þessari atrennu.“

Hún segir að áhlaupinu sé lokið en það geti þó aftur gerst að kvika safnist saman og með því mögulegt framhlaup.

Kvikuflæðið stöðugt: Eins mikið flæðir inn og út

Salóme segir að hraunflæðið úr gígnum sé samt stöðugt og nú virðist sem að jafn mikil kvika skvettist upp á yfirborðið úr gígnum og flæðir inn í kvikuhólfið undir Svartsengi.

Þá ályktun megi draga þar sem að hvorki má sjá landsig né landris á svæðinu.

Segir það okkur eitthvað um hvenær megi vænta gosloka?

„Nei, það segir svo sem ekkert til um það. Við sáum í síðasta gosi að það náði að halda sér 3 til fjórum rúmmetrum á sekúndu, sem er mjög lítið hraunflæði,“ segir hún.

„Það má gera ráð fyrir að þetta sé eitthvað aðeins meira en það, þannig að þetta segir ekki til um það hvenær þessu lýkur eins og er.“

mbl.is