Starfsemi sem er best að segja sem minnst um

Dagmál | 9. júní 2024

Starfsemi sem er best að segja sem minnst um

„Ítalía skiptist í rauninni í tvennt, það er að segja suður og norður,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Starfsemi sem er best að segja sem minnst um

Dagmál | 9. júní 2024

„Ítalía skiptist í rauninni í tvennt, það er að segja suður og norður,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

„Ítalía skiptist í rauninni í tvennt, það er að segja suður og norður,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Talsvert minna skipulag

Emil lék stærstan hluta ferilsins á Ítalíu með liðum á borð við Reggina, Verona, Udinese, Frosinone, Padova og loks Virtus Verona.

„Það er meiri fátækt á suður-Ítalíu og talsvert minna skipulag,“ sagði Emil.

„Það er ákveðin starfsemi á suður-Ítalíu líka sem er best að segja sem minnst um, en hún er raunveruleg,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Emil Hallfreðsson til vinstri.
Emil Hallfreðsson til vinstri. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is