Dofri og Vilhjálmur keyptu rúllutertuhúsið

Heimili | 10. júní 2024

Dofri og Vilhjálmur keyptu rúllutertuhúsið

Arkitektinn Vífill Magnússon hannaði einstakt einbýlishús í Hafnarfirðinum sem vakið hefur mikla athygli. Húsið var reist 1996 og er eins og rúlluterta í laginu. Rúlluterta sem kúrir fallega í Setberginu í Hafnarfirði. Það var bakarinn Júlíus Anton Matthíasson og Maríanna Haraldsdóttir sem létu byggja húsið fyrir sig en settu það á sölu 2021. Nú hefur húsið verið selt á 120.000.000 kr. Nýir eigendur eru Dofri Örn Guðlaugsson og Vilhjálmur Þór Sigurðsson. 

Dofri og Vilhjálmur keyptu rúllutertuhúsið

Heimili | 10. júní 2024

Vífill Magnússon arkitekt teiknaði rúllutertuhúsið og var það reist 1996.
Vífill Magnússon arkitekt teiknaði rúllutertuhúsið og var það reist 1996. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Arkitektinn Vífill Magnússon hannaði einstakt einbýlishús í Hafnarfirðinum sem vakið hefur mikla athygli. Húsið var reist 1996 og er eins og rúlluterta í laginu. Rúlluterta sem kúrir fallega í Setberginu í Hafnarfirði. Það var bakarinn Júlíus Anton Matthíasson og Maríanna Haraldsdóttir sem létu byggja húsið fyrir sig en settu það á sölu 2021. Nú hefur húsið verið selt á 120.000.000 kr. Nýir eigendur eru Dofri Örn Guðlaugsson og Vilhjálmur Þór Sigurðsson. 

Arkitektinn Vífill Magnússon hannaði einstakt einbýlishús í Hafnarfirðinum sem vakið hefur mikla athygli. Húsið var reist 1996 og er eins og rúlluterta í laginu. Rúlluterta sem kúrir fallega í Setberginu í Hafnarfirði. Það var bakarinn Júlíus Anton Matthíasson og Maríanna Haraldsdóttir sem létu byggja húsið fyrir sig en settu það á sölu 2021. Nú hefur húsið verið selt á 120.000.000 kr. Nýir eigendur eru Dofri Örn Guðlaugsson og Vilhjálmur Þór Sigurðsson. 

Hringglugginn á efstu hæðinni býr yfir töfrandi útsýni.
Hringglugginn á efstu hæðinni býr yfir töfrandi útsýni. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Tímamótahönnun 

Húsið er 286 fm að stærð og hefur í gegnum tíðina gengið undir nafninu rúllutertuhúsið eða tunnuhúsið vegna arkitektúrs þess. 

Húsið er á þrem­ur hæðum og með sér inn­gangi á hverri hæð. Í því eru 5 svefn­her­bergi, 3 stof­ur og 4 baðher­bergi. Inn af hjóna­her­berg­inu er flísa­lagt baðher­bergi með sturtu­klefa. Einnig er út­gengt úr hjóna­her­berg­inu á suðursval­ir. 

Smartland óskar Dofra og Vilhjálmi til hamingju! 

mbl.is