„Svolítið skák og mát í augnablikinu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júní 2024

„Svolítið skák og mát í augnablikinu“

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort leggja eigi veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardag.

„Svolítið skák og mát í augnablikinu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júní 2024

Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg.
Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg. mbl.is/Eyþór Árnason

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort leggja eigi veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardag.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort leggja eigi veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardag.

Þetta segir Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is.

„Við erum bara að skoða stöðuna, þetta hraun er náttúrulega það þykkt og ennþá á einhverri hreyfingu. Þannig við erum svo sem ekki með neinar hugmyndir um hvað við getum gert í þessu, eins og staðan er núna,“ segir sérfræðingurinn.

Hraun hefur runnið yfir vegi í grennd við Grindavík.
Hraun hefur runnið yfir vegi í grennd við Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæti verið færður vestar 

Þá segir hann starfsmenn Vegagerðarinnar vera að vega og meta hvort að jafnvel þurfi að færa veginn.

Spurður hvert vegurinn yrði þá færður segir Valgarður það ekki liggja fyrir, en möguleiki sé á því að flytja hann vestar.

„Við erum bara svolítið skák og mát í augnablikinu, og erum núna að leggja mesta áherslu á þessar leiðir suðurfrá til að reyna að hafa þær eins góðar og við getum.“

mbl.is