Fyrsta íslenska konan til þess að stýra karlaliði?

Dagmál | 11. júní 2024

Fyrsta íslenska konan til þess að stýra karlaliði?

„Ég er eiginlega búin að ákveða það að kúpla mig alveg út, í að minnsta kosti eitt tímabil,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Fyrsta íslenska konan til þess að stýra karlaliði?

Dagmál | 11. júní 2024

„Ég er eiginlega búin að ákveða það að kúpla mig alveg út, í að minnsta kosti eitt tímabil,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

„Ég er eiginlega búin að ákveða það að kúpla mig alveg út, í að minnsta kosti eitt tímabil,“ sagði handknattleikskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í Dagmálum.

Anna, sem er 39 ára gömul, varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á ferlinum með Val á dögunum þegar liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitum Íslandsmótsins, 3:0.

Hefur áhuga á þjálfun

Anna hefur nokkrum sinnum lagt skóna á hilluna, en alltaf tekið þá fram aftur, en hún reiknar fastlega með því að skórnir séu komnir endanlega upp á hillu.

„Ég er með eina stelpu sem er þriggja að verða fjögurra ára og mig langar aðeins að gefa börnunum mínum mig núna, áður en ég stíg mögulega inn í einhverja þjálfun,“ sagði Anna.

„Ég sé alveg fyrir mér að þjálfa og ég er alltaf að gæla við það að verða fyrsti kvenþjálfarinn í karlaboltanum,“ sagði Anna meðal annars.

Viðtalið við Önnu Úrsúlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is