Maður #ársins seldi raðhúsið í Fossvoginum á sama verði ári síðar

Heimili | 11. júní 2024

Maður #ársins seldi raðhúsið í Fossvoginum á sama verði ári síðar

Lögmaðurinn Guðmund­ur Hauk­ur Guðmunds­son Maður #árs­ins á X, áður Twitter, og Snæ­dís Helga­dótt­ir framkvæmdastjóri fjármála hjá Wise settu glæsilegt end­araðhús sitt í Foss­vog­in­um á sölu í byrjun ársins. Nú er húsið selt á sama verði og það var keypt á fyrir um ári síðan.

Maður #ársins seldi raðhúsið í Fossvoginum á sama verði ári síðar

Heimili | 11. júní 2024

Guðmundur Haukur Guðmundsson er vinsæll á Twitter.
Guðmundur Haukur Guðmundsson er vinsæll á Twitter. Ljósmynd/Samsett

Lögmaðurinn Guðmund­ur Hauk­ur Guðmunds­son Maður #árs­ins á X, áður Twitter, og Snæ­dís Helga­dótt­ir framkvæmdastjóri fjármála hjá Wise settu glæsilegt end­araðhús sitt í Foss­vog­in­um á sölu í byrjun ársins. Nú er húsið selt á sama verði og það var keypt á fyrir um ári síðan.

Lögmaðurinn Guðmund­ur Hauk­ur Guðmunds­son Maður #árs­ins á X, áður Twitter, og Snæ­dís Helga­dótt­ir framkvæmdastjóri fjármála hjá Wise settu glæsilegt end­araðhús sitt í Foss­vog­in­um á sölu í byrjun ársins. Nú er húsið selt á sama verði og það var keypt á fyrir um ári síðan.

Endaraðhúsið er 212 fm að stærð og var reist 1971. Húsið er á pöll­um eins og flest raðhús­in í hverf­inu. Um er að ræða end­araðhús sem er hraunað að utan með brúnu þaki. Eld­húsið snýr út að götu í norður en stof­ur og her­bergi snúa í suður. Í kring­um húsið er gró­inn garður með heit­um potti og ver­önd. 

Samsett mynd

Gísli Logi Logason lögmaður og Guðný Ólafsson keyptu húsið af Guðmundi Hauki og Snædísi og greiddu 160.000.000 kr. fyrir það.  

Smartland óskar þeim til hamingju með húsið! 

mbl.is