Fermetrinn á rúmlega 1,4 milljónir í 39 fm íbúð við Hverfisgötu

Heimili | 14. júní 2024

Fermetrinn á rúmlega 1,4 milljónir í 39 fm íbúð við Hverfisgötu

Við Hverfisgötu í Reykjavík standa eignir í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þar á meðal er snotur 39 fm íbúð á fimmtu og efstu hæð í afar snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Ásett verð er 57.900.000 krónur sem þýðir að hver fermeter kostar 1.484.615 krónur. 

Fermetrinn á rúmlega 1,4 milljónir í 39 fm íbúð við Hverfisgötu

Heimili | 14. júní 2024

Íbúðin telur 39 fm og er á fimmtu hæð í …
Íbúðin telur 39 fm og er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi sem stendur við Hverfisgötu. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Við Hverfisgötu í Reykjavík standa eignir í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þar á meðal er snotur 39 fm íbúð á fimmtu og efstu hæð í afar snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Ásett verð er 57.900.000 krónur sem þýðir að hver fermeter kostar 1.484.615 krónur. 

Við Hverfisgötu í Reykjavík standa eignir í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Þar á meðal er snotur 39 fm íbúð á fimmtu og efstu hæð í afar snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Ásett verð er 57.900.000 krónur sem þýðir að hver fermeter kostar 1.484.615 krónur. 

Íbúðin er björt og opin með aukinni lofthæð og stórum gluggum sem veita útsýni annars vegar yfir borgina og hins vegar til sjávar og fjalla. 

Í eigninni er að finna opið alrými með eldhúsi, borðkróki og sófa, svefnherbergi, baðherbergi og forstofu. Frá alrýminu er svo útgengt á 7,5 fm svalir sem snúa í suður. 

Eldhúsið er stílhreint með fínu skápaplássi.
Eldhúsið er stílhreint með fínu skápaplássi. Ljósmynd/Af fasteignafef mbl.is

Hverfisgata níunda dýrasta gata miðborgarinnar

Það vekur iðulega athygli þegar fermetraverð fer yfir milljón krónur, en á tímabilinu 20. mars 2023 til 20. mars 2024 var Hverfisgata níunda dýrasta gatan í miðborg Reykjavíkur þegar horft er á meðalfermetraverð.

Á þessu tímabili voru 19 samningar þinglýstir og var meðalfermetraverð í götunni 984.000 krónur samkvæmt vef Expectus.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hverfisgata 44

Frá íbúðinni er fallegt útsýni, m.a. yfir miðborgina.
Frá íbúðinni er fallegt útsýni, m.a. yfir miðborgina. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is