Haukur Örn kominn í stjórn The Open

Dagmál | 15. júní 2024

Haukur Örn kominn í stjórn The Open

Haukur Örn Birgisson hefur tekið sæti í sex manna stjórn The Open, elsta og stærsta golfmóts í heimi. Hann er fyrstur Íslendinga til þess að takast á hendur það verkefni.

Haukur Örn kominn í stjórn The Open

Dagmál | 15. júní 2024

Haukur Örn Birgisson hefur tekið sæti í sex manna stjórn The Open, elsta og stærsta golfmóts í heimi. Hann er fyrstur Íslendinga til þess að takast á hendur það verkefni.

Haukur Örn Birgisson hefur tekið sæti í sex manna stjórn The Open, elsta og stærsta golfmóts í heimi. Hann er fyrstur Íslendinga til þess að takast á hendur það verkefni.

Nýverið voru fluttar fréttir af því að það stefndi í að Haukur Örn tæki þetta sæti en hann stasðfestir í viðtali í Dagmálum að hann hefur nú tekið þetta sæti.

Forseti heima og að heiman

Haukur Örn hefur raunar sinnt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir golfíþróttina, bæði hér heima og erlendis, meðal annars sem forseti Golfssambands Íslands og Evrópska golfsambandsins.

Dustin Johnson leikur 18. holu á Gamla vellinum (e. Old …
Dustin Johnson leikur 18. holu á Gamla vellinum (e. Old Course) Á St. Andrews en fyrst var leikið golf á honum árið 1552. Það var rétt eftir siðbreytingu á Íslandi. AFP

Í viðtalinu ræðir Haukur þennan feril og þau gríðarlegu umsvif sem fylgja The Open. Veltan í tenglsum við það nemur milljörðum króna og leggja sérfræðingar það mat á stöðuna að innspýting mótsins á því svæði þar sem það er haldið nemi um 200 milljónum punda í hvert sinn, jafnvirði 36 milljarða króna.

Viðtalið við Hauk Örn geta áskrifendur Morgunblaðsins nálgast í gegnum hlekkinn hér að neðan.

mbl.is