„Mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns“

Dagmál | 15. júní 2024

„Mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns“

„Þetta var ógeðslega erfitt og þetta var mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns, hingað til,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

„Mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns“

Dagmál | 15. júní 2024

„Þetta var ógeðslega erfitt og þetta var mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns, hingað til,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

„Þetta var ógeðslega erfitt og þetta var mögulega eitt erfiðasta ár lífs míns, hingað til,“ sagði körfuknattleikskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir í Dagmálum.

Birna, sem er 23 ára gömul, varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík á dögunum eftir öruggan sigur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins, 3:0.

Vissi ekki hvað hún var að fara út í

Birna hélt út í háskólanám til Bandaríkjanna árið 2014 þar sem hún gekk í Arizona-háskólann og lék með háskólaliðinu í efstu deild háskólaboltans þar í landi.

„Ég fer út í ágúst og ég vissi í raun ekki alveg hvað ég var að fara út í,“ sagði Birna.

„Ég kom þarna út og hugsaði með mér hvað ég væri að gera þarna. Það var mjög stíf dagskrá og þú fékkst varla tíma til þess að anda,“ sagði Birna meðal annars.

Viðtalið við Birnu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Birna Valgerður Benónýsdóttir.
Birna Valgerður Benónýsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is