Mæðgur keyptu luxushús í Garðabæ á 238 milljónir

Heimili | 16. júní 2024

Mæðgur keyptu luxushús í Garðabæ á 238 milljónir

Í byrjun árs 2023 var glæsilegt einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti í Garðabæ sett á sölu. Húsið er 324 fm að stærð og var reist 2012. Nú hefur húsið verið selt á 238 milljónir. 

Mæðgur keyptu luxushús í Garðabæ á 238 milljónir

Heimili | 16. júní 2024

Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum sem eru afar vandaðar.
Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum sem eru afar vandaðar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Í byrjun árs 2023 var glæsilegt einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti í Garðabæ sett á sölu. Húsið er 324 fm að stærð og var reist 2012. Nú hefur húsið verið selt á 238 milljónir. 

Í byrjun árs 2023 var glæsilegt einbýlishús við Keldugötu í Urriðaholti í Garðabæ sett á sölu. Húsið er 324 fm að stærð og var reist 2012. Nú hefur húsið verið selt á 238 milljónir. 

Þetta einstaka hús býr yfir miklum sjarma en það er á tveimur hæðum og stát­ar af fimm svefn­her­bergj­um og þrem­ur baðher­bergj­um.

Eld­hús, stofa og borðstofa eru samliggj­andi í björtu og rúm­góðu al­rými með mik­illi loft­hæð og síðum glugg­um. Sér­smíðaðar inn­rétt­ing­ar úr brún­bæsaðri eik prýða eign­ina, þar á meðal eld­húsið sem er með góðu skápa- og vinnuplássi. Á borðum og á eyju má svo sjá terrazzo-stein sem tón­ar vel við gólfið, en í eign­inni má ann­ars veg­ar sjá terrazzo-steypu á gólfi og hins veg­ar gegn­heila brún­bæsaða eik.

Keldugata 11.
Keldugata 11. Samsett mynd

Frá al­rým­inu er heill­andi út­sýni yfir nátt­úr­una í kring, meðal ann­ars yfir Víf­ilsstaðar­vatn, golf­völl­inn í Set­bergi og upp í Heiðmörk. Fal­leg­ir hús­mun­ir eru ein­kenn­andi í rým­inu, en þar að auki býr gas­ar­inn í stofu til afar nota­lega stemn­ingu. 

Gengið er niður á neðri hæðina um steypt­an stiga með terrazzo-þrep­um. Á neðri hæðinni má meðal ann­ars finna lúx­us hjóna­svítu með fata­her­bergi og baðher­bergi. 

Mikið er lagt í alla hönnun hússins.
Mikið er lagt í alla hönnun hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Nýjir eigendur eru mæðgurnar Margrét Albertsdóttir og Svanhvít Daðey Pálsdóttir. Þær keyptu húsið af Hákoni Bergmann Óttarssyni og Þórdísi Hörpu Lárusdóttur. 

Smartland óskar mæðgunum til hamingju með húsið! 

mbl.is