Gengið erfiðlega að kæla niður hraunið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. júní 2024

Gengið erfiðlega að kæla niður hraunið

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru að störfum í nótt við varnargarðinn við Svartsengi þar sem hafist hefur verið handa við hraunkælingu.

Gengið erfiðlega að kæla niður hraunið

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. júní 2024

Slökkviliðið kælir hraun við varnarvegginn.
Slökkviliðið kælir hraun við varnarvegginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru að störfum í nótt við varnargarðinn við Svartsengi þar sem hafist hefur verið handa við hraunkælingu.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru að störfum í nótt við varnargarðinn við Svartsengi þar sem hafist hefur verið handa við hraunkælingu.

Ásgeir Þórisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segist hafa fengið þær upplýsingar að kælingin hafi ekki gengið sem skyldi, enda þurfi töluvert magn til að stöðva hraunflæðið.

Betur kemur í ljós síðar í dag hvernig gekk og hvert framhaldið verður.

Hann segir að meiri kraft hafi vantað í dælinguna og erfiðlega hafi gengið að kasta vatninu nógu langt. Hættulegt sé að fara of nálægt með slökkviliðsbílana ef hrauntjörnin þar fyrir ofan brestur.

Þrír slökkviliðsmenn eru á vaktinni núna frá Brunavörnum Suðurnesja.

mbl.is