Katy Perry gefur loksins út nýja tónlist

Poppkúltúr | 19. júní 2024

Katy Perry gefur loksins út nýja tónlist

Tónlistarkonan Katy Perry hefur birt klippu úr nýja laginu sínu Woman's World sem hún stefnir á að gefa út þann 11. júlí næstkomandi.

Katy Perry gefur loksins út nýja tónlist

Poppkúltúr | 19. júní 2024

Tónlistarkonan Katy Perry.
Tónlistarkonan Katy Perry. Samsett mynd

Tónlistarkonan Katy Perry hefur birt klippu úr nýja laginu sínu Woman's World sem hún stefnir á að gefa út þann 11. júlí næstkomandi.

Tónlistarkonan Katy Perry hefur birt klippu úr nýja laginu sínu Woman's World sem hún stefnir á að gefa út þann 11. júlí næstkomandi.

Lagið er hluti af sjöttu plötu söngkonunnar sem væntanleg er á næstunni. Tónlistarmyndband mun fylgja laginu og birtast daginn eftir, þann 12. júlí,  en aðdáendur geta vart haldið aftur af spennu þar sem myndböndin hennar eru þekkt fyrir að vera ansi ævintýraleg. 

Þetta mun vera í fyrsta skiptið í um fjögur ár þar sem Perry gefur frá sér nýtt efni en síðast gaf hún út plötuna Smile í ágúst 2020. Síðan þá hefur Perry sinnt ýmsu í tónlistinni, en hún hefur verið sérstaklega áberandi sem dómari í sjónvarpsþáttunum American Idol.

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

People

mbl.is