Andrew Parker Bowles er einn þekktasti fyrrverandi eiginmaður Bretlands en hann er fyrrverandi eiginmaður Camillu drottningar. Parker Bowles er í dag 84 ára og kominn með kærustu.
Andrew Parker Bowles er einn þekktasti fyrrverandi eiginmaður Bretlands en hann er fyrrverandi eiginmaður Camillu drottningar. Parker Bowles er í dag 84 ára og kominn með kærustu.
Andrew Parker Bowles er einn þekktasti fyrrverandi eiginmaður Bretlands en hann er fyrrverandi eiginmaður Camillu drottningar. Parker Bowles er í dag 84 ára og kominn með kærustu.
Sú heppna heitir Anne Robinson og er 79 ára. „Já. Fulla ferð. Skiptu þér ekki af því,“ sagði Robinson í viðtali við Saga Magazine þegar hún staðfesti sambandið. Rúmt ár er síðan að parið kynntist í hádegismat með vinum sínum, það hefur reynt að halda sambandinu leyndu síðan þá.
Parker Bowles hefur ekki verið einn síðan hann skildi við Camillu drottningu en seinni eiginkona hans, Rosemary, lést árið 2010. Robinson hefur hins vegar verið fráskilin í 17 ár. Robinson tjáði sig um hvernig er að fara á stefnumót á áttræðisaldri.
„Ég hafði ekki verið með í leiknum í svo langan tíma,“ sagði Robinson. „Ég drekk ekki heldur. Ef þú drekkur ekki ertu ekki jafn kærulaus, er það nokkuð?“
Robinson sagði þó að fara á stefnumót á áttræðisaldri hafi verið áhættunnar virði rétt eins og allt annað sem hún hefur gert í lífinu.