Kristján krónprins hærri en Friðrik kóngur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. júní 2024

Kristján krónprins hærri en Friðrik kóngur

Kristján krónprins Danmerkur fagnaði þeim merka áfanga mánudaginn 24. júní að vera orðinn stúdent. Kristján útskrifaðist frá Ordrup-menntaskólanum í Gentofte. 

Kristján krónprins hærri en Friðrik kóngur

Kóngafólk í fjölmiðlum | 26. júní 2024

Konungsfjölskyldan mætti þegar Kristján krónprins varð stúdent. Kristján er á …
Konungsfjölskyldan mætti þegar Kristján krónprins varð stúdent. Kristján er á 19. ári. Ljósmynd/Kongehuset.dk

Kristján krónprins Danmerkur fagnaði þeim merka áfanga mánudaginn 24. júní að vera orðinn stúdent. Kristján útskrifaðist frá Ordrup-menntaskólanum í Gentofte. 

Kristján krónprins Danmerkur fagnaði þeim merka áfanga mánudaginn 24. júní að vera orðinn stúdent. Kristján útskrifaðist frá Ordrup-menntaskólanum í Gentofte. 

Á vef dönsku konungsfjölskyldunnar segir að það sé ekki bara stúdentarnir sem gleðjast heldur líka fjölskylda og vinir. Það sást vel á myndum frá mánudeginum þar sem Friðrik kóngur, Mary drottning og öll börn þeirra mættu til að gleðjast með elsta barninu Kristjáni. 

Kristján sem verður 19 ára í október er orðinn fullorðinslegur. Sérstaka eftirtekt vekur hversu hávaxinn hann er en hann virðist töluvert hærri en faðir sinn. 

Kristján með hvítu stúdentshúfuna.
Kristján með hvítu stúdentshúfuna. Ljósmynd/Kongehuset.dk
mbl.is