Á að hafa eytt mikilvægum gögnum

Kóngafólk | 28. júní 2024

Á að hafa eytt mikilvægum gögnum

Harry prins hefur verið sakaður um að eyða mikilvægum gögnum og samskiptum sem voru möguleg sönnunargögn í lögsókn hans gegn breskum fjölmiðlum. Harry er gert að útskýra það hvernig og afhverju þeim hafi verið eytt.

Á að hafa eytt mikilvægum gögnum

Kóngafólk | 28. júní 2024

Harry prins stendur í ströngum málaferlum. Hann á að hafa …
Harry prins stendur í ströngum málaferlum. Hann á að hafa eytt mikilvægum gögnum. AFP

Harry prins hefur verið sakaður um að eyða mikilvægum gögnum og samskiptum sem voru möguleg sönnunargögn í lögsókn hans gegn breskum fjölmiðlum. Harry er gert að útskýra það hvernig og afhverju þeim hafi verið eytt.

Harry prins hefur verið sakaður um að eyða mikilvægum gögnum og samskiptum sem voru möguleg sönnunargögn í lögsókn hans gegn breskum fjölmiðlum. Harry er gert að útskýra það hvernig og afhverju þeim hafi verið eytt.

Anthony Hudson, lögmaður The Sun og News Group, sagði í réttarhöldunum að prinsinn hafi eytt uppköstum af bók sinni Spare sem og skilaboðum við þann sem skrásetti bókina J.R. Moehringer. 

Samkvæmt umfjöllun The Telegraph þá á dómarinn einnig áhyggjur. „allt bendir til þess að stór fjöldi gagna og skilaboða hefur verið eytt á milli hertogans og rithöfundarins og tengjast þessu máli. Þeim var eytt einhvern tímann á árunum 2021 til 2023, löngu eftir að málinu var höfðað.“

„Þetta væri áhyggjuefni og ekki er ljóst hvað gerðist.“ Dómarinn bað Harry prins, sem ekki var viðstaddur, að gefa yfirlýsingu um það sem átti sér stað, hvað varð um skilaboðin og hvort búið sé að reyna að ná þeim til baka.
Lögmaður Harry prins sagði þetta vera tilburði til að fiska. Prinsinn hafi gert allt sem honum er skylt að gera og meira en það.“
mbl.is