Lögreglumenn fella kjarasamning

Kjaraviðræður | 28. júní 2024

Lögreglumenn fella kjarasamning

„Það er almennt mikil reiði í lögreglumönnum vegna stofnanasamnings sem var gerður árið 2021. Þeim finnst hann ekki hafa verið virkjaður nægjanlega mikið og að ekki hafi verið staðið við hann,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið, en lögreglumenn kolfelldu nýjan kjarasamning milli landssambandsins og íslenska ríkisins.

Lögreglumenn fella kjarasamning

Kjaraviðræður | 28. júní 2024

Nærri 70% þeirra sem þátt tóku felldu kjarasamninginn.
Nærri 70% þeirra sem þátt tóku felldu kjarasamninginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er almennt mikil reiði í lögreglumönnum vegna stofnanasamnings sem var gerður árið 2021. Þeim finnst hann ekki hafa verið virkjaður nægjanlega mikið og að ekki hafi verið staðið við hann,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið, en lögreglumenn kolfelldu nýjan kjarasamning milli landssambandsins og íslenska ríkisins.

„Það er almennt mikil reiði í lögreglumönnum vegna stofnanasamnings sem var gerður árið 2021. Þeim finnst hann ekki hafa verið virkjaður nægjanlega mikið og að ekki hafi verið staðið við hann,” segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið, en lögreglumenn kolfelldu nýjan kjarasamning milli landssambandsins og íslenska ríkisins.

Alls tóku 82,8% félagsmanna þátt í atkvæðagreiðslunni, 67,91% þeirra sögðu nei en 30,9% já. Á kjörskrá voru 809 lögreglumenn. 

Að sögn Fjölnis hafa lögreglumenn verið að bera saman laun sín við landamæraverði og tollverði. Telja þeir sig ekki fá sambærileg laun. Lögreglumenn eru einnig ósáttir við að ekki sé greitt fyrir persónuleg atriði eins og menntun og álag, en stofnanasamningurinn átti einmitt að tryggja það.

Þá segir Fjölnir lögreglumenn telja sig vera undir of miklu álagi og að laun þeirra mæti ekki  álaginu. „Þeir virðast vilja annaðhvort fá aftur þessar starfsaldurshækkanir eða að það sé  staðið við að borga þeim fyrir aukna menntun og aukið álag,“ segir Fjölnir.

mbl.is