Karen Gordon, fyrrverandi eiginkona Charles Spencer, tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn eftir að hann var tilkynntur. Þetta gerði hún á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist þakklát fyrir allan hlýhug.
Karen Gordon, fyrrverandi eiginkona Charles Spencer, tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn eftir að hann var tilkynntur. Þetta gerði hún á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist þakklát fyrir allan hlýhug.
Karen Gordon, fyrrverandi eiginkona Charles Spencer, tjáði sig í fyrsta sinn um skilnaðinn eftir að hann var tilkynntur. Þetta gerði hún á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist þakklát fyrir allan hlýhug.
„Ég vildi bara segja að ég er djúpt snortin yfir öll hjartnæmu skilaboðunum sem ég hef fengið. Mínar innilegustu þakkir. Þetta hefur skipt mig miklu máli. Ég er bara að vinna úr öllu í augnablikinu og mun snúa aftur til ykkar von bráðar,“ segir Gordon í færslu sinni.
Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir Gordon en faðir hennar lést í byrjun júní eftir að hafa þjáðst af Alsheimers sjúkdóminum.
Gordon er 52 ára og giftist Spencer árið 2011 eftir stutt kynni en þau kynntustu á blindu stefnumóti í Los Angeles ári fyrr. Þá giftust þau fjórum mánuðum eftir að Spencer bað hennar.
Gordon átti tvö börn frá fyrra sambandi en árið 2012 eignuðust hún og Spencer dótturina Lady Charlotte Diana Spencer.
Sjálfur hefur Spencer sagst ætla að helga sig börnunum á þessum erfiðu tímum.
„Þetta er gríðarlega sorglegt,“ sagði hann í samtali við Daily Mail. „Ég vil aðeins helga mig börnum og barnabörnum mínum og ég óska Kareni alls hins hins besta í framtíðinni.“