Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur

Ferðumst innanlands | 1. júlí 2024

Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur

Ævintýrin gerast á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þar er að finna stórkostlega firði, bestu veitingastaðina og skemmtilegustu sundlaugarnar. Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur.

Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur

Ferðumst innanlands | 1. júlí 2024

Brot af því besta á Vesturlandi.
Brot af því besta á Vesturlandi. Samsett mynd

Ævintýrin gerast á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þar er að finna stórkostlega firði, bestu veitingastaðina og skemmtilegustu sundlaugarnar. Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur.

Ævintýrin gerast á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þar er að finna stórkostlega firði, bestu veitingastaðina og skemmtilegustu sundlaugarnar. Ef þú vilt lenda í spennu í sumar þá skaltu halda vestur.

Tjöruhúsið

Það er skylda að borða á Tjöruhúsinu þegar komið er við á Ísafirði. Hægt er að velja um marga girnilega fiskrétti á pönnu á hlaðborði. Fólk byrjar að sleikja út um þegar minnst er á veitingastaðinn.

Fiskipönnurnar eru frægar á Tjöruhúsinu.
Fiskipönnurnar eru frægar á Tjöruhúsinu.

Ferðaþjónustan í Heydal í Mjóafirði

Það er gaman að gista í Heydal í Mjóafirði. Í gróðurhúsi á bænum þar sem áður var fjárhús er lítil sundlaug og heitur pottur fyrir gesti. Þetta er ein án efa ein flottasta sundlaug landsins.

Það er skemmtileg sundlaug í Haydal í Mjóafirði.
Það er skemmtileg sundlaug í Haydal í Mjóafirði. Ljósmynd/HeyIceland.is

Glymur

Glymur í Botnsá í Botnsdal er almennt flokkaður sem hæsti foss landsins. Það er vinsælt að ganga upp að gljúfrinu og horfa á fossinn. Á sumrin er hægt að ganga upp með fossinum, vaða yfir ána ofan við hann og ganga niður hinum megin.

Glymur í Hvalfirði.
Glymur í Hvalfirði. mbl.is/Brynjar Gauti

Krauma

Krauma er náttúrulaug þar sem fólk hefur tækifæri til þess að baða sig úr hreinu vatni úr Deildartunguhver. Í náttúrulauginni eru fimm heitar laugar, gufuböð og ýmiskonar aðstaða til þess að láta sér líða vel.

Sumartónleikar í Flatey

Flatey á Breiðafirði er einn fallegasti staður á landinu. Þangað er gaman að koma hluta úr degi en langbest er að skella sér á sumartónleika í eyjunni. Margt af fremsta tónlistarfólki landsins kemur fram í eyjunni í sumar.

Dynjandi

Dynjandi er fyrir botni Arnarfjarðar. Fossinn fellur niður um það bil 100 metra og er einstaklega kraftmikill. Fossarnir í Dynjanda eru samtals sex; Fjallfoss, Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss.

Dynjandi.
Dynjandi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is