Opinberar nafn eftir leynilega meðgöngu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júlí 2024

Opinberar nafn eftir leynilega meðgöngu

Lafði Kitty Spencer, bróður­dótt­ir Díönu prins­essu, hefur loks upplýst um nafn dóttur sinnar. Spencer hafði haldið meðgöngunni leyndri og tilkynnti í mars um komu barnsins. 

Opinberar nafn eftir leynilega meðgöngu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 2. júlí 2024

Lafði Kitty Spencer eignaðist óvænt barn á dögunum. Stúlkan heitir …
Lafði Kitty Spencer eignaðist óvænt barn á dögunum. Stúlkan heitir Athena. Skjáskot/Instagram

Lafði Kitty Spencer, bróður­dótt­ir Díönu prins­essu, hefur loks upplýst um nafn dóttur sinnar. Spencer hafði haldið meðgöngunni leyndri og tilkynnti í mars um komu barnsins. 

Lafði Kitty Spencer, bróður­dótt­ir Díönu prins­essu, hefur loks upplýst um nafn dóttur sinnar. Spencer hafði haldið meðgöngunni leyndri og tilkynnti í mars um komu barnsins. 

Kitty Spencer er dóttir Charles Spencer og fyrstu eiginkonu hans Victoriu Aitken. Árið 2021 giftist hún 62 ára milljónamæringi, Michael Lewis, en þá var hún þrítug.

Nú hafa þau eignast dóttur saman og heitir hún Athena.

Spencer hefur sagt í viðtölum að hún ætli sér að ræða sem minnst einkalíf sitt í fjölmiðlum.

„Það er ekki það að ég leggi ekki áherslu á ást. Fyrir mér er ástin eitt það allra mikilvægasta í lífinu og ég mun vernda hana með öllu mínu hjarta. Ég geri það með að ræða hana ekki opinberlega,“ sagði Spencer í viðtali við tímaritið Town & Country.

„Ég hlakka til þess að eiga hamingjuríkt fjölskyldulíf. Gott hjónaband og hamingjusöm börn. Ég finn mikinn frið þegar ég hugsa til þess að hlutirnir fara eins og þeir eiga að fara.“

mbl.is