Hannah Davíðsdóttir er 25 ára eiginkona og tveggja barna móðir. Dæturnar tvær eru tveggja ára og fimm ára og því nóg að gera á heimili með tvö ung börn. Hannah er einnig þriðja árs nemi í þroskaþjálfarafræði og bíður spennt eftir því að hefja starfsferilinn.
Hannah Davíðsdóttir er 25 ára eiginkona og tveggja barna móðir. Dæturnar tvær eru tveggja ára og fimm ára og því nóg að gera á heimili með tvö ung börn. Hannah er einnig þriðja árs nemi í þroskaþjálfarafræði og bíður spennt eftir því að hefja starfsferilinn.
Hannah Davíðsdóttir er 25 ára eiginkona og tveggja barna móðir. Dæturnar tvær eru tveggja ára og fimm ára og því nóg að gera á heimili með tvö ung börn. Hannah er einnig þriðja árs nemi í þroskaþjálfarafræði og bíður spennt eftir því að hefja starfsferilinn.
„Það algjörlega breytti mér. Daglega rútínan gjörbreyttist og forgangsröðunin líka. Þroskastökkið sem maður tekur í undirbúningi fyrir barn og ferlið sem sambandið gengur í gegnum breytir manni og viðhorfið til lífsins breytist til hins betra,“ segir Hannah þegar hún er spurð hvernig móðurhlutverkið breytti henni.
Manstu hvernig ykkur leið þegar þið komust að því að þið ættuð von á barni?
„Við vorum ótrúlega spennt en líka mjög hrædd. Ég efaðist um getu okkar og hugsaði um öll mögulegu „hvað ef“ atvikin – en undir kvíðanum var mikil ánægja, að fá loksins að uppfylla þann draum að verða móðir. Einnig var eiginmaðurinn minn mjög spenntur og mikill stuðningur í gegnum ferlið.“
Hannah segir að meðgöngurnar hafi verið mjög ólíkar.
„Ég á tvær alveg gjörólíkar meðgöngur að baki, sú fyrsta líkari hefðbundni meðgöngu þar sem ég fékk vott af ógleði og dass af þreytu. Flestu „algengir kvillar“ í bókinni voru til staðar hjá mér en á blaði þá gekk meðgangan mjög vel og engir læknisfræðilegir erfiðleikar. Seinni meðgangan var hins vegar draumur frá byrjun til enda. Ef ég hefði ekki pissað á próf þá hefði mig aldrei grunað að ég væri ólétt. Það var ótrúlega skrítið, en ég var stöðugt í ótta um að missa hana þar sem ég var ekki með nein einkenni og taldi það óeðlilegt og ég beið bara endalaust eftir þessum slæmu fréttum en síðan kom aldrei neitt heldur fæðist bara mjög heilbrigð stúlka eftir fulla meðgöngu, ég er þakklát fyrir báðar reynslur,“ segir Hannah.
Báðar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig. „Ég var gangsett með fyrra barn og fékk stormhríðar í kjölfarið sem er algengt í gangsetningum en í þeirri fæðingu fór ég úr sjö cm í útvíkkun í að fá barnið í hendurnar á 11 mínútum. Það var þvílíkt áfall fyrir líkamann að gera þetta svona hratt enda skalf ég bara í marga klukkutíma eftir á. Með seinni fæðinguna þá fór ég sjálf af stað, þvílíkur munur á verkjum – allt annað! Sú fæðing var fjórir tímar frá fyrstu hríð og gerðist allt aðeins hægar en hins vegar gekk allt mjög vel.“
Náðir þú að æfa á meðgöngunum og hvernig gekk þér að byggja þig upp eftir fæðingu?
„Ég treysti líkamanum mínum og æfði bara eins og ég vildi. Stundum vildi ég bara fara í göngutúr á meðan aðra daga vildi ég lyfta þungt en ég upplifði aukningu í styrk á báðum meðgöngum. Í báðum tilvikum náði ég í byrjun meðgöngu nýju maxi, eða þyngstu lyftu sem ég hef tekið. En síðan með auka álagi á grindarbotn og stækkandi bumbu þá hægt og rólega lækkaði þyngdin en ég æfði annars vegar bara eðlilega.
Það gekk mjög vel að byggja mig upp eftir fæðingu, næring og svefn var alltaf í fyrsta sæti en þegar það var allt komið í lag þá var það mjög mikilvægur liður í dagsrútínunni að kíkja á æfingu.“
Hvernig mamma ert þú og hvað leggur þú áherslu á í móðurhlutverkinu?
„Ég reyni að leggja áherslu á virðingu í uppeldi en líka með aga. Ég fylgi þeim ráðum sem mér finnst eiga við um okkur en sleppi þeim sem ég hef ekki trú á. Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir þær, það er númer eitt tvö og þrjú! Ég tek þær reglulega með á æfingu, til þess að sýna þeim að það er gaman að lyfta, þetta á alls ekki að vera kvöð eða pína. Ég borða næringarríkt með þeim, ég fer snemma að sofa, ég horfi lítið á sjónvarp – allar þær kröfur sem ég set á þær yfirfæri ég líka yfir á mig,“ segir Hannah.
Hannah segir að það segi sig sjálft að það getur verið erfitt að eiga eitt barn sem er fimm ára og annað sem er tveggja ára. „Auðvitað hefur þetta verið mjög krefjandi og oft og tíðum er ég alveg að missa vitið en þær hafa líka kennt mér að þroskast, bæta mig í samskiptum og vera „stærri“ manneskjan til þess að vera góð fyrirmynd fyrir þær. Það hefur verið mikil þolinmæðisvinna fyrir mig að eignast tvær dætur með nákvæmlega sama skap og ég.“
Ertu með gott ráð fyrir verðandi eða nýbakaðar mæður?
„Hlustaðu á innsæið þitt. Þetta er þitt barn, þú ræður. Þú þarft ekki að fylgja reglum annarra, sama hver það er.
Mundu að erfiða tímabilið er einmitt bara tímabil. Það mun koma dagur þar sem þú færð að sofa og drekka kaffi í friði og þá muntu sakna þeirra þannig njóttu eins og þú getur.
Vertu ófeimin að biðja um aðstoð. Ef vinkona segist vilja hjálpa, þá getur þú beðið hana um að hjálpa með þrif, knúsa barnið á meðan þú stekkur í sturtu, ná í eitthvað úr búð á leiðinni. Samþykktu þá hjálp sem þér er boðin og lífið verður töluvert einfaldara,“ segir Hannah.